Ríkisstjórnin setur sjálf fyrirvara við áhrif skattabreytinganna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. september 2014 11:02 Bjarni kynnti breytingar á virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Vísir / GVA Ríkisstjórnin setur fyrirvara við að verðlag muni raunverulega lækka við breytingar á efra virðisaukaskattsþrepinu úr 25,5 í 24 prósentustig. Í frumvarpinu segir að breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum muni óhjákvæmilega hafa áhrif á vísitölu neysluverðs, og þar með verðtryggð lán, og telja stjórnvöld föt, snyrtivörur, lyf, heimilistæki og húsgögn muni lækka um 1,2 prósent. „Þann fyrirvara þarf að hafa á matinu að hér er miðað við að áhrifin skili sér að fullu í breyttu smásöluverði,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. Þær forsendur hafa í gegnum tíðina ekki alltaf staðist. Til að mynda var það gagnrýnt þegar virðisaukaskattur á matvæli lækkaði síðast að lækkunin skilaði sér seint og illa til neytenda. Til stendur að ræða sérstaklega um breytingar á lægra virðisaukaskattskerfinu. Fjölmargir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, hafa lýst yfir andstöðu sinni við hækkun skatts á matvæli. Litlar umræður hafa þó verið á milli flokka enn sem komið er um hvað nákvæmlega eigi að gera, hvort að hætta eigi við hækkunina eða ráðast í aðrar mótvægisaðgerðir. Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Hagfræðingur ASÍ segir breytingar á VSK-kerfinu koma verst út fyrir þá lægst launuðu sem eyði tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en tekjuhæsti hópurinn. 9. september 2014 21:48 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Ríkisstjórnin setur fyrirvara við að verðlag muni raunverulega lækka við breytingar á efra virðisaukaskattsþrepinu úr 25,5 í 24 prósentustig. Í frumvarpinu segir að breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum muni óhjákvæmilega hafa áhrif á vísitölu neysluverðs, og þar með verðtryggð lán, og telja stjórnvöld föt, snyrtivörur, lyf, heimilistæki og húsgögn muni lækka um 1,2 prósent. „Þann fyrirvara þarf að hafa á matinu að hér er miðað við að áhrifin skili sér að fullu í breyttu smásöluverði,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. Þær forsendur hafa í gegnum tíðina ekki alltaf staðist. Til að mynda var það gagnrýnt þegar virðisaukaskattur á matvæli lækkaði síðast að lækkunin skilaði sér seint og illa til neytenda. Til stendur að ræða sérstaklega um breytingar á lægra virðisaukaskattskerfinu. Fjölmargir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, hafa lýst yfir andstöðu sinni við hækkun skatts á matvæli. Litlar umræður hafa þó verið á milli flokka enn sem komið er um hvað nákvæmlega eigi að gera, hvort að hætta eigi við hækkunina eða ráðast í aðrar mótvægisaðgerðir.
Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Hagfræðingur ASÍ segir breytingar á VSK-kerfinu koma verst út fyrir þá lægst launuðu sem eyði tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en tekjuhæsti hópurinn. 9. september 2014 21:48 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00
Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00
Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01
Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Hagfræðingur ASÍ segir breytingar á VSK-kerfinu koma verst út fyrir þá lægst launuðu sem eyði tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en tekjuhæsti hópurinn. 9. september 2014 21:48