Tómas Ingi: Vildi fá Portúgal Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2014 12:37 Tómas Ingi Tómasson og Eyjólfur Sverrisson, þjálfarar U21 árs landsliðsins. vísir/anton „Ég tel að þessi lið séu svipað góð þó Danirnir hafi farið töluvert auðveldara í gegnum sinn riðil,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, við Vísi nú rétt í þessu. Tómas Ingi er staddur í Nyon í Sviss þar sem dregið var til umspilsins fyrir EM 2015 í dag, en Ísland mætir Danmörku heima og að heima í byrjun október. „Ég tel okkur hafa verið í mun erfiðari riðli en Danirnir. Þeir voru samt með Rússunum og fóru nokkuð auðveldlega í gegnum þá,“ sagði Tómas Ingi, en á pappírnum virkar danska liðið firnasterkt. Það vann átta leiki af tíu í sínum riðli, tapaði ekki leik og lauk riðlakeppninni með markatöluna 37-9 eða 28 mörk í plús. „Þetta er hörku lið. Dönsku ungmennaliðin hafa alltaf verið góð. Þarna er spilað sama kerfið upp öll yngri landsliðin þannig allir vita hvað þeir eiga að gera,“ sagði Tómas Ingi. „Danska liðið er rosalega gott og spilar góðan fótbolta, en við tökum á því eins og við höfum tekið á öðrum liðum. Við verðum áfram skipulagðir.“ Tómas Ingi gat viðurkennt eftir dráttinn að hann vildi helst frá Portúgal. „Mér leist best á Portúgalina. Ég tel okkur vera líkamlega sterkari en þeir, og þeir eru ekki með alveg jafngóða tækni og Spánverjarnir,“ sagði Tómas Ingi. „En það er ekkert slæmt að fá Dani. Við þekkjum svo vel til þeirra og svo erum við með leikmenn og þjálfara sem starfa í Danmörku þannig öll upplýsingaöflun verður mun auðveldari. Við getum hæglega leitað okkur aðstoðar.“ Aðspurður hvort það skipti máli að fá seinni leikinn á heimavelli sagði Tómas Ingi: „Ég held það vilji allir fá seinni leikinn heima, en það þýðir samt að þú verður að taka með þér góð úrslit úr fyrri leiknum. Það er auðveldlega hægt að tapa svona einvígi í fyrri leiknum þannig menn þurfa að halda vel á spöðunum.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Drengirnir mæta Dönum í umspilinu U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli. 12. september 2014 12:02 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Sjá meira
„Ég tel að þessi lið séu svipað góð þó Danirnir hafi farið töluvert auðveldara í gegnum sinn riðil,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, við Vísi nú rétt í þessu. Tómas Ingi er staddur í Nyon í Sviss þar sem dregið var til umspilsins fyrir EM 2015 í dag, en Ísland mætir Danmörku heima og að heima í byrjun október. „Ég tel okkur hafa verið í mun erfiðari riðli en Danirnir. Þeir voru samt með Rússunum og fóru nokkuð auðveldlega í gegnum þá,“ sagði Tómas Ingi, en á pappírnum virkar danska liðið firnasterkt. Það vann átta leiki af tíu í sínum riðli, tapaði ekki leik og lauk riðlakeppninni með markatöluna 37-9 eða 28 mörk í plús. „Þetta er hörku lið. Dönsku ungmennaliðin hafa alltaf verið góð. Þarna er spilað sama kerfið upp öll yngri landsliðin þannig allir vita hvað þeir eiga að gera,“ sagði Tómas Ingi. „Danska liðið er rosalega gott og spilar góðan fótbolta, en við tökum á því eins og við höfum tekið á öðrum liðum. Við verðum áfram skipulagðir.“ Tómas Ingi gat viðurkennt eftir dráttinn að hann vildi helst frá Portúgal. „Mér leist best á Portúgalina. Ég tel okkur vera líkamlega sterkari en þeir, og þeir eru ekki með alveg jafngóða tækni og Spánverjarnir,“ sagði Tómas Ingi. „En það er ekkert slæmt að fá Dani. Við þekkjum svo vel til þeirra og svo erum við með leikmenn og þjálfara sem starfa í Danmörku þannig öll upplýsingaöflun verður mun auðveldari. Við getum hæglega leitað okkur aðstoðar.“ Aðspurður hvort það skipti máli að fá seinni leikinn á heimavelli sagði Tómas Ingi: „Ég held það vilji allir fá seinni leikinn heima, en það þýðir samt að þú verður að taka með þér góð úrslit úr fyrri leiknum. Það er auðveldlega hægt að tapa svona einvígi í fyrri leiknum þannig menn þurfa að halda vel á spöðunum.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Drengirnir mæta Dönum í umspilinu U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli. 12. september 2014 12:02 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Sjá meira
Drengirnir mæta Dönum í umspilinu U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli. 12. september 2014 12:02