Vilja stöðva sölu SodaStream vara á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2014 18:54 Vísir/Hörður/Stefán BDS Ísland - sniðgönguhreyfing fyrir Palestínu hefur farið fram á við stjórnir Byko ehf. og Elko ehf. að fyrirtækin láti af öllum viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki og hætti innflutningi á ísraelskum vörum. Samtökin sendu stjórnendum fyrirtækjanna bréf fyrir viku síðan, þar sem þau eru leiðandi í sölu á Soda Stream vörum á Íslandi. Í bréfunum voru stjórnendur fyrirtækjanna hvattir til þess að hætta að selja SodaStream vörur „og sýna þannig ábyrga afstöðu og hverfa frá stuðningi við lögbrot stjórnvalda í Ísrael, en með því að selja SodaStream er verið að hagnast á landráni og aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna,“ segir í tilkynningu frá BDS Ísland. Engin svör hafa borist frá stjórnendum Byko og Elko og því hefur hreyfingin sett af stað undirskriftarsöfnun og hvatt almenning til þess að senda stjórnendum fyrirtækjanna tölvupóst. Hægt er að skrifa undir og senda tölvupóst á síðunni snidgongumisrael.is. Hreyfingin hvetur stjórnendur fyrirtækjanna til þess að bregðast við bréfinu og beiðninni sem þar er sett fram, en búast má við frekari aðgerðum ef viðbrögðin standa á sér.Hér telur BDS Ísland upp ástæður fyrir því hvers vegna eigi að sniðganga SodaStream.Mynd/BDS ÍslandÍ tilkynningu hreyfingarinnar segir að ein af verksmiðjum SodaStream sé staðsett í „landræningjabyggðinni“ Mishor Adomim og þar njóti fyrirtækið ákveðinna forréttinda á kostnað Palestínumanna. „Fyrirtækið fékk ódýrt land og nýtur þess að fá vatn sem stolið hefur verið frá Palestínumönnum. Eyðilegging Ísraela á efnahag Palestínu hefur valdið því að margir Palestínumenn eru tilneyddir til þess að vinna í verksmiðjum Ísraela á Vesturbakkanum en skortur á reglugerðum um umhverfis- og vinnuvernd eykur áhættu fyrir starfsmenn.“ Tilkynningu BDS Ísland og bréf hreyfingarinnar til stjórnenda Byko má sækja hér að neðan. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
BDS Ísland - sniðgönguhreyfing fyrir Palestínu hefur farið fram á við stjórnir Byko ehf. og Elko ehf. að fyrirtækin láti af öllum viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki og hætti innflutningi á ísraelskum vörum. Samtökin sendu stjórnendum fyrirtækjanna bréf fyrir viku síðan, þar sem þau eru leiðandi í sölu á Soda Stream vörum á Íslandi. Í bréfunum voru stjórnendur fyrirtækjanna hvattir til þess að hætta að selja SodaStream vörur „og sýna þannig ábyrga afstöðu og hverfa frá stuðningi við lögbrot stjórnvalda í Ísrael, en með því að selja SodaStream er verið að hagnast á landráni og aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna,“ segir í tilkynningu frá BDS Ísland. Engin svör hafa borist frá stjórnendum Byko og Elko og því hefur hreyfingin sett af stað undirskriftarsöfnun og hvatt almenning til þess að senda stjórnendum fyrirtækjanna tölvupóst. Hægt er að skrifa undir og senda tölvupóst á síðunni snidgongumisrael.is. Hreyfingin hvetur stjórnendur fyrirtækjanna til þess að bregðast við bréfinu og beiðninni sem þar er sett fram, en búast má við frekari aðgerðum ef viðbrögðin standa á sér.Hér telur BDS Ísland upp ástæður fyrir því hvers vegna eigi að sniðganga SodaStream.Mynd/BDS ÍslandÍ tilkynningu hreyfingarinnar segir að ein af verksmiðjum SodaStream sé staðsett í „landræningjabyggðinni“ Mishor Adomim og þar njóti fyrirtækið ákveðinna forréttinda á kostnað Palestínumanna. „Fyrirtækið fékk ódýrt land og nýtur þess að fá vatn sem stolið hefur verið frá Palestínumönnum. Eyðilegging Ísraela á efnahag Palestínu hefur valdið því að margir Palestínumenn eru tilneyddir til þess að vinna í verksmiðjum Ísraela á Vesturbakkanum en skortur á reglugerðum um umhverfis- og vinnuvernd eykur áhættu fyrir starfsmenn.“ Tilkynningu BDS Ísland og bréf hreyfingarinnar til stjórnenda Byko má sækja hér að neðan.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira