Vilja stöðva sölu SodaStream vara á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2014 18:54 Vísir/Hörður/Stefán BDS Ísland - sniðgönguhreyfing fyrir Palestínu hefur farið fram á við stjórnir Byko ehf. og Elko ehf. að fyrirtækin láti af öllum viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki og hætti innflutningi á ísraelskum vörum. Samtökin sendu stjórnendum fyrirtækjanna bréf fyrir viku síðan, þar sem þau eru leiðandi í sölu á Soda Stream vörum á Íslandi. Í bréfunum voru stjórnendur fyrirtækjanna hvattir til þess að hætta að selja SodaStream vörur „og sýna þannig ábyrga afstöðu og hverfa frá stuðningi við lögbrot stjórnvalda í Ísrael, en með því að selja SodaStream er verið að hagnast á landráni og aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna,“ segir í tilkynningu frá BDS Ísland. Engin svör hafa borist frá stjórnendum Byko og Elko og því hefur hreyfingin sett af stað undirskriftarsöfnun og hvatt almenning til þess að senda stjórnendum fyrirtækjanna tölvupóst. Hægt er að skrifa undir og senda tölvupóst á síðunni snidgongumisrael.is. Hreyfingin hvetur stjórnendur fyrirtækjanna til þess að bregðast við bréfinu og beiðninni sem þar er sett fram, en búast má við frekari aðgerðum ef viðbrögðin standa á sér.Hér telur BDS Ísland upp ástæður fyrir því hvers vegna eigi að sniðganga SodaStream.Mynd/BDS ÍslandÍ tilkynningu hreyfingarinnar segir að ein af verksmiðjum SodaStream sé staðsett í „landræningjabyggðinni“ Mishor Adomim og þar njóti fyrirtækið ákveðinna forréttinda á kostnað Palestínumanna. „Fyrirtækið fékk ódýrt land og nýtur þess að fá vatn sem stolið hefur verið frá Palestínumönnum. Eyðilegging Ísraela á efnahag Palestínu hefur valdið því að margir Palestínumenn eru tilneyddir til þess að vinna í verksmiðjum Ísraela á Vesturbakkanum en skortur á reglugerðum um umhverfis- og vinnuvernd eykur áhættu fyrir starfsmenn.“ Tilkynningu BDS Ísland og bréf hreyfingarinnar til stjórnenda Byko má sækja hér að neðan. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
BDS Ísland - sniðgönguhreyfing fyrir Palestínu hefur farið fram á við stjórnir Byko ehf. og Elko ehf. að fyrirtækin láti af öllum viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki og hætti innflutningi á ísraelskum vörum. Samtökin sendu stjórnendum fyrirtækjanna bréf fyrir viku síðan, þar sem þau eru leiðandi í sölu á Soda Stream vörum á Íslandi. Í bréfunum voru stjórnendur fyrirtækjanna hvattir til þess að hætta að selja SodaStream vörur „og sýna þannig ábyrga afstöðu og hverfa frá stuðningi við lögbrot stjórnvalda í Ísrael, en með því að selja SodaStream er verið að hagnast á landráni og aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna,“ segir í tilkynningu frá BDS Ísland. Engin svör hafa borist frá stjórnendum Byko og Elko og því hefur hreyfingin sett af stað undirskriftarsöfnun og hvatt almenning til þess að senda stjórnendum fyrirtækjanna tölvupóst. Hægt er að skrifa undir og senda tölvupóst á síðunni snidgongumisrael.is. Hreyfingin hvetur stjórnendur fyrirtækjanna til þess að bregðast við bréfinu og beiðninni sem þar er sett fram, en búast má við frekari aðgerðum ef viðbrögðin standa á sér.Hér telur BDS Ísland upp ástæður fyrir því hvers vegna eigi að sniðganga SodaStream.Mynd/BDS ÍslandÍ tilkynningu hreyfingarinnar segir að ein af verksmiðjum SodaStream sé staðsett í „landræningjabyggðinni“ Mishor Adomim og þar njóti fyrirtækið ákveðinna forréttinda á kostnað Palestínumanna. „Fyrirtækið fékk ódýrt land og nýtur þess að fá vatn sem stolið hefur verið frá Palestínumönnum. Eyðilegging Ísraela á efnahag Palestínu hefur valdið því að margir Palestínumenn eru tilneyddir til þess að vinna í verksmiðjum Ísraela á Vesturbakkanum en skortur á reglugerðum um umhverfis- og vinnuvernd eykur áhættu fyrir starfsmenn.“ Tilkynningu BDS Ísland og bréf hreyfingarinnar til stjórnenda Byko má sækja hér að neðan.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira