Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2014 20:01 Freyr Alexandersson þakkar Þóru fyrir allt saman eftir leikinn í kvöld. Vísir/Stefán Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu í kvöld. Fyrir leikinn lá fyrir að Ísland myndi ekki komast áfram í úrslitakeppni HM 2015 á næsta ári en stelpurnar sýndu að framtíðin er björt. Leikmenn fóru á kostum og léku Serbana sundur og saman. „Við vorum búnar að fara mjög vel yfir þetta í lokaundirbúningi okkar fyrir leikinn. Við ætluðum að láta allt það sem við höfum gert í ár kristallast í þessum leik. Og það gekk eftir,“ sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Ég hef núna búinn að heilaþvo þær í eitt og hálft ár,“ sagði hann í léttum dúr. „Þær vissu því alveg hvað ég var að tala um og áttu ekki erfitt með að framkvæma það þegar út á völlinn var komið. Ég er þakklátur fyrir það og mjög ánægður.“ Sóknarleikur Íslands var frábær í kvöld en Freyr kvartaði eftir 3-0 sigurinn á Ísrael um helgina að ákvarðanataka á síðasta þriðjungi vallarins hafi ekki verið nógu góð. „Hún var miklu betri í kvöld og það var frábært að sjá hversu margir komu að sóknarleik liðsins - hvort sem var að skora, leggja upp eða búa til uppspilið. Flæðið í leik liðsins er orðið mjög gott auk þess sem að varnarleikur liðsins var mjög góður. Við hleyptum þeim varla að teignum okkar, nema í þetta eina skipti sem við gerum mistök og þær komast í sókn og skora.“ „Við vissum alveg að Serbarnir gætu spilað. Við þurftum að kæfa þeirra spil og það gekk eftir í 80 af 90 mínútum í kvöld. Þetta lið gerði 1-1 jafntefli gegn Dönum úti í leik sem þær áttu að vinna. En nú komu þær hingað og áttu ekki möguleika.“ Landslið Íslands hefur náð frábærum árangri undanfarin ár og tvívegis komist á stórmót. Nokkrir lykilmanna standa á tímamótum og hefur Freyr unnið að því hægt og rólega að endurnýja hópinn. Hann óttaðist aldrei að það myndi reynast erfitt að fylla í skörð þeirra sem fóru fyrir liðinu á þessum miklu uppgangsárum. „Það er vissulega rétt að það eru margir leikmenn að fara úr liðinu sem eiga fjölmarga leiki að baki. En ég hugsaði fremur um hvernig ég fleiri leikmenn til að koma að liðinu og búa þannig til stærri heild. Nú finnst mér hópurinn vera þannig skipaður að það eru engir „toppar eða botnar“ heldur er þetta þéttur hópur þar sem allir eru á sömu bylgjulengd og allir að reyna að gefa eitthvað af sér.“ „Það er mikil gleði í hópnum, bæði inn á vellinum og utan hans, og allir eru samstíga. Ég held að á næstu mánuðum og árum munum við búa til fleiri leiðtoga fyrir landsliðið okkar.“ Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu í kvöld. Fyrir leikinn lá fyrir að Ísland myndi ekki komast áfram í úrslitakeppni HM 2015 á næsta ári en stelpurnar sýndu að framtíðin er björt. Leikmenn fóru á kostum og léku Serbana sundur og saman. „Við vorum búnar að fara mjög vel yfir þetta í lokaundirbúningi okkar fyrir leikinn. Við ætluðum að láta allt það sem við höfum gert í ár kristallast í þessum leik. Og það gekk eftir,“ sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Ég hef núna búinn að heilaþvo þær í eitt og hálft ár,“ sagði hann í léttum dúr. „Þær vissu því alveg hvað ég var að tala um og áttu ekki erfitt með að framkvæma það þegar út á völlinn var komið. Ég er þakklátur fyrir það og mjög ánægður.“ Sóknarleikur Íslands var frábær í kvöld en Freyr kvartaði eftir 3-0 sigurinn á Ísrael um helgina að ákvarðanataka á síðasta þriðjungi vallarins hafi ekki verið nógu góð. „Hún var miklu betri í kvöld og það var frábært að sjá hversu margir komu að sóknarleik liðsins - hvort sem var að skora, leggja upp eða búa til uppspilið. Flæðið í leik liðsins er orðið mjög gott auk þess sem að varnarleikur liðsins var mjög góður. Við hleyptum þeim varla að teignum okkar, nema í þetta eina skipti sem við gerum mistök og þær komast í sókn og skora.“ „Við vissum alveg að Serbarnir gætu spilað. Við þurftum að kæfa þeirra spil og það gekk eftir í 80 af 90 mínútum í kvöld. Þetta lið gerði 1-1 jafntefli gegn Dönum úti í leik sem þær áttu að vinna. En nú komu þær hingað og áttu ekki möguleika.“ Landslið Íslands hefur náð frábærum árangri undanfarin ár og tvívegis komist á stórmót. Nokkrir lykilmanna standa á tímamótum og hefur Freyr unnið að því hægt og rólega að endurnýja hópinn. Hann óttaðist aldrei að það myndi reynast erfitt að fylla í skörð þeirra sem fóru fyrir liðinu á þessum miklu uppgangsárum. „Það er vissulega rétt að það eru margir leikmenn að fara úr liðinu sem eiga fjölmarga leiki að baki. En ég hugsaði fremur um hvernig ég fleiri leikmenn til að koma að liðinu og búa þannig til stærri heild. Nú finnst mér hópurinn vera þannig skipaður að það eru engir „toppar eða botnar“ heldur er þetta þéttur hópur þar sem allir eru á sömu bylgjulengd og allir að reyna að gefa eitthvað af sér.“ „Það er mikil gleði í hópnum, bæði inn á vellinum og utan hans, og allir eru samstíga. Ég held að á næstu mánuðum og árum munum við búa til fleiri leiðtoga fyrir landsliðið okkar.“
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00
Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47