Námslán úr fortíðinni: „Við getum ekki borgað þessa kröfu" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. september 2014 15:25 Konan fékk þetta bréf frá LÍN. „Þegar ég opnaði bréfið hélt ég að þetta væri auglýsing. Og þegar ég las það hélt ég að einhver væri að gera mér grikk,“ segir kona sem fékk bréf frá Lánastofnun íslenskra námsmanna (LÍN) þar sem kom fram að faðir hennar, sem lést fyrir 27 árum, væri ábyrgðamaður á láni sem væri nú komið í vanskil. Lánið fellur því á konuna og bróðir hennar, því faðir þeirra var ábyrgðamaður á láninu. Stjúpsonur mannsins – og stjúpsonur systkinanna – er orðinn gjaldþrota. Konan segir að systkinin séu „bæði eignarlaus“ og að þau ætli ekki að bregðast við kröfu LÍN. „Við ætlum bara að láta þetta vera,“ segir konan sem er 66 ára. Hún bætir við að þau hafi erft peninga eftir föður sinn, en upphæðin sé langt frá því að duga fyrir ábyrgð á láninu„Gangi þeim vel að ná einhverju frá mér“ Mál konunnar hefur vakið athygli eftir að dóttir hennar birti bréfið á Facebook. Konan vill ekki láta nafn síns getið, vegna þess að í bréfinu eru viðkvæmar upplýsingar. „Málið er að faðir minn deyr árið 1986. Hann var giftur konu og gerðist ábyrgðarmaður á námsláni sonar hennar. Sá maður varð gjaldþrota í byrjun ársins og lánið var komið í vanskil.“ Lánið hefði því átt að falla á föður konunnar en vegna þess að hann féll frá fyrir tæpum þremur áratugum þurfa börnin hans að axla ábyrgð á námsláninu. „Krafan er tvær milljónir fimm hundruð og níu þúsund krónur. Okkur er sagt að krafan fari í innheimtu hjá lögmannsstofu innan fjórtán daga, þannig að það má búast við því að krafan verði eitthvað hærri,“ segir konan og heldur áfram: „Við erum bæði eignarlaus, bróðir minn og ég. Þannig að við getum ekki borgað þessa kröfu. Arfurinn sem við fengum fyrir 27 árum var hálf milljón króna fyrir hvort okkar. Upphæðin hefði því ekki dugað fyrir kröfunni. Bróðir minn sagði við mig: „Gangi þeim vel að ná einhverju frá mér.““Eðlismunur að erfa lán eða ábyrgð Fyrr í dag ræddi blaðamaður Vísis við Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur sem er framkvæmdastjóri LÍN. Hún sagði þá að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir. Hún benti á að samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi sé skipt upp. Hin 66 ára kona sem þarf nú að taka við ábyrgð föður síns á láninu segist ekki muna hvort þeim hafi verið tilkynnt um að faðir þeirra væri í ábyrgð á námsláninu á sínum tíma. „Enda erum næstum þrjátíu ár síðan þetta var.“Reglum breytt Nú þurfa þeir sem taka námslán ekki lengur að hafa ábyrgðarmenn. „Ef þú ert lántakandi þá fellur lánið niður við andlát. Það er eðlismunur á því að erfingi taki við námslánum þess sem fellur frá eða taki við ábyrgðum hans, ef skuldarinn er ennþá á lífi,“ segir Hrafnhildur. Í tilfelli systkinanna eru þau orðin ábyrgðarmenn fyrir láni þar sem skuldarinn er enn lifandi. Lögunum um ábyrgðarmenn á námslánum var breytt árið 2009, en þau leiddu ekki til niðurfellingar á eldri ábyrgðum.Eins og fólki finnist að námslán eigi að vera öðruvísi „Þetta er bara eins og með önnur lán. Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Það virðist sem fólki finnist að það eigi að meðhöndla námslán með öðrum hætti. En þetta eru náttúrulega bara ábyrgðir og það gilda almennar reglur um það.“ Hrafnhildur segir jafnframt að svona atvik séu ekki algeng. „Nei, við erum með þrjátíu og þrjú þúsund greiðendur að lánum og ég tel þetta ekki vera algengt,“ Post by Ólöf Mas. Tengdar fréttir Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum "Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri LÍN. 18. september 2014 12:13 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
„Þegar ég opnaði bréfið hélt ég að þetta væri auglýsing. Og þegar ég las það hélt ég að einhver væri að gera mér grikk,“ segir kona sem fékk bréf frá Lánastofnun íslenskra námsmanna (LÍN) þar sem kom fram að faðir hennar, sem lést fyrir 27 árum, væri ábyrgðamaður á láni sem væri nú komið í vanskil. Lánið fellur því á konuna og bróðir hennar, því faðir þeirra var ábyrgðamaður á láninu. Stjúpsonur mannsins – og stjúpsonur systkinanna – er orðinn gjaldþrota. Konan segir að systkinin séu „bæði eignarlaus“ og að þau ætli ekki að bregðast við kröfu LÍN. „Við ætlum bara að láta þetta vera,“ segir konan sem er 66 ára. Hún bætir við að þau hafi erft peninga eftir föður sinn, en upphæðin sé langt frá því að duga fyrir ábyrgð á láninu„Gangi þeim vel að ná einhverju frá mér“ Mál konunnar hefur vakið athygli eftir að dóttir hennar birti bréfið á Facebook. Konan vill ekki láta nafn síns getið, vegna þess að í bréfinu eru viðkvæmar upplýsingar. „Málið er að faðir minn deyr árið 1986. Hann var giftur konu og gerðist ábyrgðarmaður á námsláni sonar hennar. Sá maður varð gjaldþrota í byrjun ársins og lánið var komið í vanskil.“ Lánið hefði því átt að falla á föður konunnar en vegna þess að hann féll frá fyrir tæpum þremur áratugum þurfa börnin hans að axla ábyrgð á námsláninu. „Krafan er tvær milljónir fimm hundruð og níu þúsund krónur. Okkur er sagt að krafan fari í innheimtu hjá lögmannsstofu innan fjórtán daga, þannig að það má búast við því að krafan verði eitthvað hærri,“ segir konan og heldur áfram: „Við erum bæði eignarlaus, bróðir minn og ég. Þannig að við getum ekki borgað þessa kröfu. Arfurinn sem við fengum fyrir 27 árum var hálf milljón króna fyrir hvort okkar. Upphæðin hefði því ekki dugað fyrir kröfunni. Bróðir minn sagði við mig: „Gangi þeim vel að ná einhverju frá mér.““Eðlismunur að erfa lán eða ábyrgð Fyrr í dag ræddi blaðamaður Vísis við Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur sem er framkvæmdastjóri LÍN. Hún sagði þá að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir. Hún benti á að samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi sé skipt upp. Hin 66 ára kona sem þarf nú að taka við ábyrgð föður síns á láninu segist ekki muna hvort þeim hafi verið tilkynnt um að faðir þeirra væri í ábyrgð á námsláninu á sínum tíma. „Enda erum næstum þrjátíu ár síðan þetta var.“Reglum breytt Nú þurfa þeir sem taka námslán ekki lengur að hafa ábyrgðarmenn. „Ef þú ert lántakandi þá fellur lánið niður við andlát. Það er eðlismunur á því að erfingi taki við námslánum þess sem fellur frá eða taki við ábyrgðum hans, ef skuldarinn er ennþá á lífi,“ segir Hrafnhildur. Í tilfelli systkinanna eru þau orðin ábyrgðarmenn fyrir láni þar sem skuldarinn er enn lifandi. Lögunum um ábyrgðarmenn á námslánum var breytt árið 2009, en þau leiddu ekki til niðurfellingar á eldri ábyrgðum.Eins og fólki finnist að námslán eigi að vera öðruvísi „Þetta er bara eins og með önnur lán. Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Það virðist sem fólki finnist að það eigi að meðhöndla námslán með öðrum hætti. En þetta eru náttúrulega bara ábyrgðir og það gilda almennar reglur um það.“ Hrafnhildur segir jafnframt að svona atvik séu ekki algeng. „Nei, við erum með þrjátíu og þrjú þúsund greiðendur að lánum og ég tel þetta ekki vera algengt,“ Post by Ólöf Mas.
Tengdar fréttir Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum "Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri LÍN. 18. september 2014 12:13 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum "Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri LÍN. 18. september 2014 12:13