Hafa keypt 40 mæla til að auka vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2014 15:09 VISIR/ÞÓRHALLUR JÓNSSON/PEDROMYNDIR Á allra næstu dögum mun Umhverfisstofnun í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra auka stórlega vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá eldgosinu í Holuhrauni. Fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstöfnum að keyptir hafa verið 40 mælar og verður mælingin í höndum þeirra sem starfa að almannavörnum á hverjum stað, s.s lögreglu. Við kaup á mælum var lögð höfuðáhersla á að kaupa mæla sem auðveldlega mætti koma fyrir á sem flestum stöðum um land allt til að tryggja sem þéttast mælinet á sem stystum tíma og kosturinn við að hafa þá hreyfanlega auðveldar einnig viðbragðsteymum að bregðast skjótt við ófyrirséðum aðstæðum. Vegna eldgossins í Holuhrauni hefur undanfarið verið unnið að því að þétta net mælitækja sem mæla brennisteinsdíoxíð. Við venjubundnar aðstæður hefur hefur SO2 nær eingöngu verið mælt í nágrenni stóriðjufyrirtækja. Eftir að eldgosið hófst og mengun frá brennisteinsdíoxíði er orðin raunverulegt vandamál í byggð skapaðist þörf fyrir að þétta mælinetið verulega og gera það hratt. Almannavarnaryfirvöld í samráði við Umhverfisstofnun óskuðu eftir því við Landvirkjun, Alcoa, Norðurál og Elkem að þessi fyrirtæki lánuðu hluta af sínum mælibúnaði til þessa verkefnis. Fyrirtækin brugðust mjög vel við þeim beiðnum og eru þeim færðar þakkir fyrir. Þá hafa Landsvirkjun, HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur breytt sínum mælum sem þessi fyrirtæki höfðu til að mæla H2S (brennisteinsvetni) á jarðhitasvæðum til að mæla einnig SO2.Nettengdir mælar verða staðsettir á eftirtöldum stöðum: 1. Akureyri 2. Vogar við Mývatn 3. Grunnskólinn í Reykjahlíð 4. Eyvindartstaðir í Kelduhverfi 5. Vopnafjörður 6. Egilsstaðir 7. Hjallaleyra í Reyðarfirði 8. Ljósá í Reyðarfirði 9. Hólmar Í Reyðarfirði 10. Leirubakki í Landssveit 11. Hveragerði 12. Við Hellisheiðarvirkjun 13. Norðlingaholt í Reykjavík 14. Grensásvegur í Reykjavík 15. Færanleg stöð Reykjavíkurborgar 16. Dalsmári í Kópavogi 17. Hvaleyrarholt í Hafnarfirði 18. Grindavík 19. Gröf í Hvalfirði 20. Kríuvarða í HvalfirðiÁætlanir gera ráð fyrir staðsetningu nýrra mæla á eftirtöldum stöðum og verður unnið í samstarfi við sveitastjórnir á hverjum stað: 1. Húsavík 2. Raufarhöfn 3. Þórshöfn 4. Bakkafjörður 5. Borgarfjörður-Eystri 6. Innst í Fljótsdal 7. Innst í Jökuldal 8. Seyðisfjörður 9. Neskaupsstaður 10. Fáskrúðsfjörður 11. Breiðdalsvík 12. Djúpivogur 13. Höfn 14. Skaftafell 15. Kirkjubæjarklaustur 16. Vík 17. Hvolsvöllur 18. Borgarnes 19. Uppsveitir Borgarfjarðar 20. Stykkishólmur 21. Ísafjörður 22. Hvammstangi 23. Sauðárkrókur Bárðarbunga Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Á allra næstu dögum mun Umhverfisstofnun í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra auka stórlega vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá eldgosinu í Holuhrauni. Fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstöfnum að keyptir hafa verið 40 mælar og verður mælingin í höndum þeirra sem starfa að almannavörnum á hverjum stað, s.s lögreglu. Við kaup á mælum var lögð höfuðáhersla á að kaupa mæla sem auðveldlega mætti koma fyrir á sem flestum stöðum um land allt til að tryggja sem þéttast mælinet á sem stystum tíma og kosturinn við að hafa þá hreyfanlega auðveldar einnig viðbragðsteymum að bregðast skjótt við ófyrirséðum aðstæðum. Vegna eldgossins í Holuhrauni hefur undanfarið verið unnið að því að þétta net mælitækja sem mæla brennisteinsdíoxíð. Við venjubundnar aðstæður hefur hefur SO2 nær eingöngu verið mælt í nágrenni stóriðjufyrirtækja. Eftir að eldgosið hófst og mengun frá brennisteinsdíoxíði er orðin raunverulegt vandamál í byggð skapaðist þörf fyrir að þétta mælinetið verulega og gera það hratt. Almannavarnaryfirvöld í samráði við Umhverfisstofnun óskuðu eftir því við Landvirkjun, Alcoa, Norðurál og Elkem að þessi fyrirtæki lánuðu hluta af sínum mælibúnaði til þessa verkefnis. Fyrirtækin brugðust mjög vel við þeim beiðnum og eru þeim færðar þakkir fyrir. Þá hafa Landsvirkjun, HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur breytt sínum mælum sem þessi fyrirtæki höfðu til að mæla H2S (brennisteinsvetni) á jarðhitasvæðum til að mæla einnig SO2.Nettengdir mælar verða staðsettir á eftirtöldum stöðum: 1. Akureyri 2. Vogar við Mývatn 3. Grunnskólinn í Reykjahlíð 4. Eyvindartstaðir í Kelduhverfi 5. Vopnafjörður 6. Egilsstaðir 7. Hjallaleyra í Reyðarfirði 8. Ljósá í Reyðarfirði 9. Hólmar Í Reyðarfirði 10. Leirubakki í Landssveit 11. Hveragerði 12. Við Hellisheiðarvirkjun 13. Norðlingaholt í Reykjavík 14. Grensásvegur í Reykjavík 15. Færanleg stöð Reykjavíkurborgar 16. Dalsmári í Kópavogi 17. Hvaleyrarholt í Hafnarfirði 18. Grindavík 19. Gröf í Hvalfirði 20. Kríuvarða í HvalfirðiÁætlanir gera ráð fyrir staðsetningu nýrra mæla á eftirtöldum stöðum og verður unnið í samstarfi við sveitastjórnir á hverjum stað: 1. Húsavík 2. Raufarhöfn 3. Þórshöfn 4. Bakkafjörður 5. Borgarfjörður-Eystri 6. Innst í Fljótsdal 7. Innst í Jökuldal 8. Seyðisfjörður 9. Neskaupsstaður 10. Fáskrúðsfjörður 11. Breiðdalsvík 12. Djúpivogur 13. Höfn 14. Skaftafell 15. Kirkjubæjarklaustur 16. Vík 17. Hvolsvöllur 18. Borgarnes 19. Uppsveitir Borgarfjarðar 20. Stykkishólmur 21. Ísafjörður 22. Hvammstangi 23. Sauðárkrókur
Bárðarbunga Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira