Innlent

Hraunflæði úr Holuhrauni hægist

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Marco Nescher
Hægst hefur á flæði hrauns úr gosstöðvunum í Holuhrauni, en eldgos hófst þar síðast snemma í gærmorgun.

„Það er eitthvað verið að skrúfa fyrir núna, tímabundið allavega,“ segir Ármann Höskuldsson. „Sprungan hefur styst og svo er minna sem kemur upp úr henni. Hér er allt orðið miklu rólegra.“

Ármann er á svæðinu við Holuhraun ásamt öðrum vísindamönnum og hann segir rannsóknir hafa gengið mjög vel, miðað við aðstæður. Þá þurfa þau að bera gasgrímur vegna mikils brennisteinsgass sem fylgir hrauninu.

„Það er náttúrulega vont veður og svo er mikið gas sem kemur með kvikunni. Við þurfum að vera viðbúin öllu núna.


Tengdar fréttir

Mikill gufustrókur frá Holuhrauni

Skjálfti upp á 4,5 stig varð í Bárðarbungu um klukkan 5 í morgun. Ekkert virðist draga úr hraunflaumnum frá gosstöðvunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.