Þrettán þúsund manns biðja Færeyinga afsökunar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. september 2014 16:34 Hér eru þær Rakel og Valdís með færeysku skipverjunum sem eru nú farnir heim. Rúmlega þrettán þúsund manns hafa smellt á „like-hnappinn“ við Facebook-síðuna Færeyingar: Við biðjumst afsökunar. Þær Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarsdóttir stofnuðu síðuna á föstudaginn. „Þessi viðbrögð eru gjörsamlega ótrúleg,“ segir Rakel í samtali við Vísi og heldur áfram: „Þetta er greinilega málstaður sem snertir marga. Færeyingar hafa reynst okkur vel á ögurstundu og við viljum auðvitað gera slíkt hið sama. Ég held að margir séu ánægðir með þetta framtak okkar. Færeysku sjómennirnir voru rosalega ánægðir og sögðu bara að systkin rífast stundum. Þeir tóku við afsökunarbeiðninni.“ Færeyski togarinn Nærarberg þurfti að liggja við höfn yfir helgi vegna bilunnar og fékk hafnarstjóri upphaflega þau skilaboð að veita skipinu ekki fulla þjónustu vegna þess að skipið var við veðiar úr sameiginlegum stofnum og var talið, að samkvæmt lögum, ætti ekki að þjónusta skipið. Vakti sú ákvörðun hörð viðbrögð. Að lokum fékk skipið þó fulla þjónustu Skipið er nú farið úr höfn og má því segja að færeysku skipverjarnir hafi farið heim þrettán þúsund „like“.Mættu með pizzur og bakkelsi Rakel og Valdís létu það ekki nægja að halda úti síðunni. „Strax á föstudaginn fengum við póst þar sem einn stakk upp á því að við myndum standa fyrir söfnun, svo fólk gæti gefið færeysku sjómönnunum mat. Við fórum af stað með söfnunina og mættum til þeirra á laugardeginum með pizzur og bakkelsi. Þeir brostu bara út að eyrum.“ Rakel segir að viðbrögðin við síðunni hafi komið sér rosalega á óvart, enda ansi stór hópur. „Þetta eru samt sem áður ekki einungis Íslendingar. Einhver hluti hópsins er frá Færeyjum. Fólkið þar fylgist vel með þessu máli.“Hugmyndin kviknaði á föstudag Hún segir að hugmyndin að stofnun síðunnar hafi kviknað á föstudaginn. „Valdís hafði samband við mig með þessa hugmynd og hún þurfti ekki mikið til að sannfæra mig. Ég var algjörlega sammála henni. Við vildum biðjast afsökunar.“ Þær fóru svo til Færeyinganna með pizzur. „Við söfnuðum tæpum sextíu þúsund krónum og keyptum pizzur frá Domino‘s. Þeir voru rosalega ánægðir með það, ég held að það sé ekki Domino‘s staður í Færeyjum. Síðan fengum við gefins brauðstangir til að gefa þeim og Mosfellsbakarí gaf þeim kökur. Þeir voru ofsalega ánægðir. Fyrst þegar við töluðum við áhafnarmeðlimina voru þeir svakalega ánægðir með viðbrögðin við síðunni. Þá voru 1700 manns búnir að líka við síðuna. Síðan voru þeir fljótt orðnir 2100 og þegar við fórum úr skipinu voru „lækin“ orðin 2500. Þetta vatt rosalega fljótt upp á sig.“Mikil vinna En þó er einn ókostur við að halda síðunni úti: „Þetta er búið að vera rosalega mikil vinna, mig óraði aldrei fyrir því,“ segir Rakel og hlær dátt. Hún segist vera ánægð með að geta komið skilaboðunum áleiðis: Að Íslendingum þyki þetta leiðinlegt. „Já, maður man sérstaklega eftir því hversu góðir Færeyingar voru við okkur þegar snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri. Þá söfnuðu þeir háum fjármunum. Þeir hafa alltaf reynst okkur vel.“ Rakel vonar að sættir náist, en á morgun munu fulltrúar ríkisstjórna landanna funda. „Þegar ríki eru svona náin hlýtur að vera hægt að ná sáttum.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Rúmlega þrettán þúsund manns hafa smellt á „like-hnappinn“ við Facebook-síðuna Færeyingar: Við biðjumst afsökunar. Þær Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarsdóttir stofnuðu síðuna á föstudaginn. „Þessi viðbrögð eru gjörsamlega ótrúleg,“ segir Rakel í samtali við Vísi og heldur áfram: „Þetta er greinilega málstaður sem snertir marga. Færeyingar hafa reynst okkur vel á ögurstundu og við viljum auðvitað gera slíkt hið sama. Ég held að margir séu ánægðir með þetta framtak okkar. Færeysku sjómennirnir voru rosalega ánægðir og sögðu bara að systkin rífast stundum. Þeir tóku við afsökunarbeiðninni.“ Færeyski togarinn Nærarberg þurfti að liggja við höfn yfir helgi vegna bilunnar og fékk hafnarstjóri upphaflega þau skilaboð að veita skipinu ekki fulla þjónustu vegna þess að skipið var við veðiar úr sameiginlegum stofnum og var talið, að samkvæmt lögum, ætti ekki að þjónusta skipið. Vakti sú ákvörðun hörð viðbrögð. Að lokum fékk skipið þó fulla þjónustu Skipið er nú farið úr höfn og má því segja að færeysku skipverjarnir hafi farið heim þrettán þúsund „like“.Mættu með pizzur og bakkelsi Rakel og Valdís létu það ekki nægja að halda úti síðunni. „Strax á föstudaginn fengum við póst þar sem einn stakk upp á því að við myndum standa fyrir söfnun, svo fólk gæti gefið færeysku sjómönnunum mat. Við fórum af stað með söfnunina og mættum til þeirra á laugardeginum með pizzur og bakkelsi. Þeir brostu bara út að eyrum.“ Rakel segir að viðbrögðin við síðunni hafi komið sér rosalega á óvart, enda ansi stór hópur. „Þetta eru samt sem áður ekki einungis Íslendingar. Einhver hluti hópsins er frá Færeyjum. Fólkið þar fylgist vel með þessu máli.“Hugmyndin kviknaði á föstudag Hún segir að hugmyndin að stofnun síðunnar hafi kviknað á föstudaginn. „Valdís hafði samband við mig með þessa hugmynd og hún þurfti ekki mikið til að sannfæra mig. Ég var algjörlega sammála henni. Við vildum biðjast afsökunar.“ Þær fóru svo til Færeyinganna með pizzur. „Við söfnuðum tæpum sextíu þúsund krónum og keyptum pizzur frá Domino‘s. Þeir voru rosalega ánægðir með það, ég held að það sé ekki Domino‘s staður í Færeyjum. Síðan fengum við gefins brauðstangir til að gefa þeim og Mosfellsbakarí gaf þeim kökur. Þeir voru ofsalega ánægðir. Fyrst þegar við töluðum við áhafnarmeðlimina voru þeir svakalega ánægðir með viðbrögðin við síðunni. Þá voru 1700 manns búnir að líka við síðuna. Síðan voru þeir fljótt orðnir 2100 og þegar við fórum úr skipinu voru „lækin“ orðin 2500. Þetta vatt rosalega fljótt upp á sig.“Mikil vinna En þó er einn ókostur við að halda síðunni úti: „Þetta er búið að vera rosalega mikil vinna, mig óraði aldrei fyrir því,“ segir Rakel og hlær dátt. Hún segist vera ánægð með að geta komið skilaboðunum áleiðis: Að Íslendingum þyki þetta leiðinlegt. „Já, maður man sérstaklega eftir því hversu góðir Færeyingar voru við okkur þegar snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri. Þá söfnuðu þeir háum fjármunum. Þeir hafa alltaf reynst okkur vel.“ Rakel vonar að sættir náist, en á morgun munu fulltrúar ríkisstjórna landanna funda. „Þegar ríki eru svona náin hlýtur að vera hægt að ná sáttum.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira