HÍ og Borgin semja um 400 þúsund fermetra svæði Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2014 20:21 Rektor Háskóla Íslands og borgarstjóri undirrituðu samninginn fyrr í dag. Mynd/Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu í dag samning um lóðir háskólans. Samningurinn tekur til um 400 þúsund fermetra landsvæðis þar sem tekin eru af öll tvímæli um afmörkun eignarlóðar háskólans, sem og hvaða lóðir falla undir lóðarleigu en þar eru lóðir fyrir kennsluhúsnæði nú undanskildar. Vatnsverndarsvæði í Vatnsmýri færist á ný til borgarinnar og staðfest er vilyrði til háskólans um uppbyggingu á Fluggarðasvæði. Vísindagarðareitur nýtur sérstöðu í samningnum að því leyti að þar er háskólanum heimilt að framselja lóðarréttindi til eflingar vísinda- og atvinnustarfsemi. Landið sem samningurinn tekur til er um 400 þúsund fermetrar og skipt í níu reiti og fjallað um á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Í fréttinni segir að lóðir fyrir Háskóla Íslands hafi verið til umfjöllunar hjá borgaryfirvöldum allt frá árinu 1930 og hafa allmörg vilyrði verið veitt og úthlutanir samþykktar fyrir háskólann og tengdar stofnanir. „Í samþykktum bæjarstjórnar og síðar borgarstjórnar er talsvert mismunandi hversu formlega hefur verið gengið frá úthlutun lóða. Með hinum nýja heildarsamningi um lóðir er afmörkun landspildna og lóðamörk skýrð og nýting lóða. Vinnuhópur Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis hefur um skeið unnið að gerð þessa umfangsmikla samnings. Unnið var út frá almennu sjónarmiði ríkisins um skráningu ríkiseigna að ríkissjóður Íslands sé skráður rétthafi en Háskóli Íslands umráðaaðili og afnotahafi flestra umræddra lóða og mannvirkja. Háskólasvæðið er mikilvægur hluti miðborgar Reykjavíkur og fagnaðarefni að búið sé að staðfesta þann ramma sem um lóðir Háskóla Íslands gilda. Fyrir utan húsnæði fyrir Heilbrigðisvísindasvið, sem verður á spítalalóðinni, stefnir skólinn að því að færa alla starfsemi sína á umrætt svæði. Með því skapast aukin sóknarfæri hvað samvinnu á milli fræðigreina varðar og samlegð í nýtingu húsnæðis og aðstöðu. Vilyrðið um að háskólinn geti þróað starfsemi sína til austurs á Fluggarðasvæðinu skapar fjölbreytt tækifæri fyrir framtíðaruppbyggingu skólans,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.“ Nýgerður samningur leysir úr misræmi sem hafi verið á af hvaða lóðum lóðarleiga skuli greidd, en hún verður frá gildistöku samnings ekki innheimt af kennsluhúsnæði og leiðir það til sex milljóna króna lækkunar á lóðarleigutekjum hjá Reykjavíkurborg. „Þetta er m.a. gert til samræmis við samkomulag við Háskólann í Reykjavík á lóð hans við Öskjuhlíð. Ekki er greidd lóðarleiga af eignarlóð Háskóla Íslands, en fyrir lóðir undir stúdentagarða er greidd lóðarleiga eins og af íbúðarhúsalóðum í Reykjavík á hverjum tíma.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu í dag samning um lóðir háskólans. Samningurinn tekur til um 400 þúsund fermetra landsvæðis þar sem tekin eru af öll tvímæli um afmörkun eignarlóðar háskólans, sem og hvaða lóðir falla undir lóðarleigu en þar eru lóðir fyrir kennsluhúsnæði nú undanskildar. Vatnsverndarsvæði í Vatnsmýri færist á ný til borgarinnar og staðfest er vilyrði til háskólans um uppbyggingu á Fluggarðasvæði. Vísindagarðareitur nýtur sérstöðu í samningnum að því leyti að þar er háskólanum heimilt að framselja lóðarréttindi til eflingar vísinda- og atvinnustarfsemi. Landið sem samningurinn tekur til er um 400 þúsund fermetrar og skipt í níu reiti og fjallað um á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Í fréttinni segir að lóðir fyrir Háskóla Íslands hafi verið til umfjöllunar hjá borgaryfirvöldum allt frá árinu 1930 og hafa allmörg vilyrði verið veitt og úthlutanir samþykktar fyrir háskólann og tengdar stofnanir. „Í samþykktum bæjarstjórnar og síðar borgarstjórnar er talsvert mismunandi hversu formlega hefur verið gengið frá úthlutun lóða. Með hinum nýja heildarsamningi um lóðir er afmörkun landspildna og lóðamörk skýrð og nýting lóða. Vinnuhópur Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis hefur um skeið unnið að gerð þessa umfangsmikla samnings. Unnið var út frá almennu sjónarmiði ríkisins um skráningu ríkiseigna að ríkissjóður Íslands sé skráður rétthafi en Háskóli Íslands umráðaaðili og afnotahafi flestra umræddra lóða og mannvirkja. Háskólasvæðið er mikilvægur hluti miðborgar Reykjavíkur og fagnaðarefni að búið sé að staðfesta þann ramma sem um lóðir Háskóla Íslands gilda. Fyrir utan húsnæði fyrir Heilbrigðisvísindasvið, sem verður á spítalalóðinni, stefnir skólinn að því að færa alla starfsemi sína á umrætt svæði. Með því skapast aukin sóknarfæri hvað samvinnu á milli fræðigreina varðar og samlegð í nýtingu húsnæðis og aðstöðu. Vilyrðið um að háskólinn geti þróað starfsemi sína til austurs á Fluggarðasvæðinu skapar fjölbreytt tækifæri fyrir framtíðaruppbyggingu skólans,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.“ Nýgerður samningur leysir úr misræmi sem hafi verið á af hvaða lóðum lóðarleiga skuli greidd, en hún verður frá gildistöku samnings ekki innheimt af kennsluhúsnæði og leiðir það til sex milljóna króna lækkunar á lóðarleigutekjum hjá Reykjavíkurborg. „Þetta er m.a. gert til samræmis við samkomulag við Háskólann í Reykjavík á lóð hans við Öskjuhlíð. Ekki er greidd lóðarleiga af eignarlóð Háskóla Íslands, en fyrir lóðir undir stúdentagarða er greidd lóðarleiga eins og af íbúðarhúsalóðum í Reykjavík á hverjum tíma.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira