Innlent

Stefnir í metumferð á höfuðborgarsvæðinu í ár

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Umferð í Reykjavík.
Umferð í Reykjavík. Vísir/Stefán
Umferðin í ágúst á höfuðborgarsvæðinu jókst um meira en þrjú prósent í ágúst frá ágúst í fyrra. Meiri aukning milli ára hefur ekki mælst síðan 2007.  Spá Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir því að umferðin í ár aukist um 3,4 prósent. Gangi það eftir hefur aldrei verið meiri umferð á einu ári á svæðinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Gangi spá Vegagerðarinnar eftir myndi það þýða nýtt met í umferðinni um höfuðborgarsvæðið sem yrði þá um tæplega einu prósentustigi yfir metinu frá árinu 2008. Næsti mánuður hefur gjarnan verið mjög stór í umferðinni, á höfuðborgarsvæðinu, því veltur mikið á því hvað gerist í september, hvort líkur verði áfram miklar á því að spáin gangi eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×