Innlent

Sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. visir/kristinn/stefán
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra munu sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn verður í Wales 4.-5. september nk.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Í tilkynningunni kemur fram að leiðtogar bandalagsríkja munu meðal annars eiga fundi með forseta Úkraínu og þátttökuríkjum í alþjóðaliðinu í Afganistan.

Ennfremur munu leiðtogar bandalagsins funda í eigin ranni, meðal annars um öryggishorfur og varnarviðbúnað í Evrópu.

Utanríkisráðherrar bandalagsríkja munu einnig funda í eigin röðum, sem og með umsóknarríkjunum fjórum um stækkunarmál.

Þá funda utanríkisráðherrar með framkvæmdastjórum alþjóðastofnana um öryggismál í Evrópu og Atlantshafssvæðinu. Varnarmálaráðherrar munu svo funda með sérstökum samstarfsríkjum bandalagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×