Innlent

Svona lítur sigdalurinn út

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vinstra megin má sjá radarmyndina þar sem búið er að merkja sigdalinn með rauðum línum.
Vinstra megin má sjá radarmyndina þar sem búið er að merkja sigdalinn með rauðum línum. Vísir/Jarðvísindastofnun HÍ/Egill Aðalsteinsson
Starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur unnið radarmyndir af sigdalnum sem myndast hefur framan og undir Dyngjujökli. Stofnunin birtir myndirnar almenningi til upplýsinga á Fésbókarsíðu sinni í dag.

Á fundi vísindaráðs Almannavarna í morgun kom fram að sigdalurinn væri allt að eins kílómetra breiður. Greina mætti merki sigs tæpa tvo kílómetra inn undir jökul en þykkt jökulsins dregur úr sýnilegum ummerkjum. Vísindamenn telja að sigið nái líklega enn lengra undir jökulinn.

Myndirnar frá Jarðvísindastofnun má sjá stærri í færslunni hér að neðan.

Frá Holuhrauni í nótt.Vísir/Egill Aðalsteinsson

Tengdar fréttir

5,5 stiga skjálfti í nótt

Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×