Innlent

Lokanir vegna malbikunar í Reykjavík á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Þó nokkrar lokanir verða á slaufum á mótum Miklubrautar í austurátt og Sæbrautar/Reykjanesbrautar í suðurátt á morgun, fimmtudag.
Þó nokkrar lokanir verða á slaufum á mótum Miklubrautar í austurátt og Sæbrautar/Reykjanesbrautar í suðurátt á morgun, fimmtudag. Vísir/Pjetur
Vegagerðin hefur gefið heimild til framkvæmda við malbikun á mótum Miklubrautar  í austurátt og Sæbrautar/Reykjanesbrautar í suðurátt á morgun, fimmtudag. Þó nokkur lokun verður á slaufum á umræddum kafla, en framkvæmdir hefjast klukkan 5.30 í fyrramálið og munu standa yfir megnið af deginum.

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Vegagerðin haldi úti fésbókarsíðu þangað sem mögulegt að beina fyrirspurnum um fyrirhugaðar lokanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×