Innlent

Hafa lagt hald á sex kíló af kannabis síðustu daga

Stefán Árni Pálsson skrifar
.
. Vísir/Valli
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á um sex kíló af kannabis í nokkrum aðskildum málum undanfarna daga en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Framkvæmdar hafa verið húsleitir í Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi, en auk marijúana hefur lögreglan tekið í sína vörslu neysluskammta af amfetamíni, um 100 gr. af kannabisefnum, kannabisplöntur og ýmsa muni sem grunur leikur á að séu þýfi.

Mest af marijúana var að finna við húsleit í íbúð fjölbýlishúss í Kópavogi, eða rúmlega 3,5 kg, en hluti þess var í geymslu sem tilheyrði íbúðinni. Lögreglan handtók húsráðandann sem ku vera karlmaður á fertugsaldri.

Í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði fann lögreglan síðan tæplega 1,5 kg af kannabis og var karlmaður, einnig á fertugsaldri, handtekinn í tengslum við málið.

Í öðru fjölbýlishúsi í Hafnarfirði var lagt hald á nærri eitt kíló af kannabis og var þá karlmaður á þrítugsaldri handtekinn í þágu þeirrar rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×