Innlent

Sóttu slasaða konu í Klambragil

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá æfingu Landsbjargar.
Frá æfingu Landsbjargar. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út síðdegis eftir að erlend ferðakona slasaðist í Klambragili, sem er ofarlega í Reykjadal. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu var konan á göngu, skipulagðri af íslensku ferðaþjónustufyrirtæki.

Konan meiddist á fæti og þurfti að bera hana um kílómetra langa leið, sem er víða brött og laus í sér. Konan var flutt í björgunarsveitabíl að Suðurlandsvegi þar sem sjúkrabíll beið.

Um tuttugu björgunarsveitarmenn komu að aðgerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×