Innlent

Eldur kom upp við Höfðatorg í kvöld

Eldur kom upp í ruslageymslu í bílakjallara við Höfðatorg fyrr í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var eldurinn einangraður við ruslageymsluna og olli hann litlu tjóni. Úðarakerfi hússins fór í gang og virkaði það mjög vel að sögn slökkviliðsins.

Öryggisverðir voru fyrstir á vettvang og hófu þeir slökkvistarfið með brunaslöngum. Slökkiliðsmenn tóku svo við þegar þeir komu að brunanum.

Eldsupptök eru ókunn að svo stöddu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×