Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. september 2014 10:11 Leik- og söngkonan skemmti sér vel á Stuðmannaballi í Hörpunni í gær en eftir ballið hittu þau gest sem hefur líklega sjaldan sótt Stuðmannatónleika. Ballgestum af Stuðmannatónleikum í Hörpu brá heldur í brún í nótt þegar þeir urðu minks varir í bílastæðahúsi tónleikahússins um klukkan þrjú í nótt að tónleikum loknum. „Ég er að fara inn í bílinn ásamt hópi af fólki og þar sjáum við eitthvað skjótast hjá. Við höldum í fyrstu að þetta sé risastór rotta,“ útskýrir Þórunn Erna Clausen, leik- og söngkona, sem var í hópi ballgesta. „Við fórum að skoða þetta nánar og þá kemur í ljós að þetta er minkur. Innst á efri hæðinni í bílastæðahúsinu.“ Þórunn var ein af fáum sem fór á bíl heim um nóttina. Að hennar sögn var því ekki mannmargt í bílakjallaranum eftir tónleikana. „En hurðin var opin og hann hefði mjög auðveldlega getað skotist inn.“ Þórunn segist hafa orðið hissa á að sjá minkinn. „Ég hef allavega ekki séð mink inni í Hörpunni áður,“ segir hún og hlær. „Ég hef séð hann lengst í hrauni úti í sveit en þetta er ekki einu sinni nálægt hraunjaðri. Hann hefur kannski komið með fjörunni, ég veit það ekki.“Lögregla elti minkinn um bílakjallarann Eftir að hafa jafnað sig á óvænta fundinum hringdu Þórunn og samferðamenn hennar á lögregluna. „Við skildum hann fyrst eftir og fórum bara heim. En síðan föttuðum við að við hefðum kannski átt að hringja á lögregluna. Ég hugsaði með mér að þetta yrði nú svolítið undarlegt símtal,“ útskýrir Þórunn enda ekki á hverjum degi sem lögreglu berst tilkynningu af þessu tagi. Lögregla tók Þórunni þó trúanlega og hún fór aftur upp í bílastæðahús til þess að benda á hvar minkurinn hefði fundist. „Þau komu þrjú labbandi að mér og ég hafði svona á tilfinningunni að þau tryðu mér ekki. Ekki fyrr en þau sáu minkinn. Hann var þá enn á sama stað.“ Hvort lögregla hafi handsamað dýrið er ekki vitað að svo stöddu. „Þeir eltu hann þarna eitthvað um og voru komnir að útganginum. Ég veit ekki hvort hann slapp út eða hvort þeir náðu honum.“ Þórunn hlær að uppákomunni en henni var létt að dýrið skyldi ekki reynast rotta. „Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu,“ segir Þórunn. „Þetta var fáránleg upplifun. Við hlógum mjög mikið.“ Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Ballgestum af Stuðmannatónleikum í Hörpu brá heldur í brún í nótt þegar þeir urðu minks varir í bílastæðahúsi tónleikahússins um klukkan þrjú í nótt að tónleikum loknum. „Ég er að fara inn í bílinn ásamt hópi af fólki og þar sjáum við eitthvað skjótast hjá. Við höldum í fyrstu að þetta sé risastór rotta,“ útskýrir Þórunn Erna Clausen, leik- og söngkona, sem var í hópi ballgesta. „Við fórum að skoða þetta nánar og þá kemur í ljós að þetta er minkur. Innst á efri hæðinni í bílastæðahúsinu.“ Þórunn var ein af fáum sem fór á bíl heim um nóttina. Að hennar sögn var því ekki mannmargt í bílakjallaranum eftir tónleikana. „En hurðin var opin og hann hefði mjög auðveldlega getað skotist inn.“ Þórunn segist hafa orðið hissa á að sjá minkinn. „Ég hef allavega ekki séð mink inni í Hörpunni áður,“ segir hún og hlær. „Ég hef séð hann lengst í hrauni úti í sveit en þetta er ekki einu sinni nálægt hraunjaðri. Hann hefur kannski komið með fjörunni, ég veit það ekki.“Lögregla elti minkinn um bílakjallarann Eftir að hafa jafnað sig á óvænta fundinum hringdu Þórunn og samferðamenn hennar á lögregluna. „Við skildum hann fyrst eftir og fórum bara heim. En síðan föttuðum við að við hefðum kannski átt að hringja á lögregluna. Ég hugsaði með mér að þetta yrði nú svolítið undarlegt símtal,“ útskýrir Þórunn enda ekki á hverjum degi sem lögreglu berst tilkynningu af þessu tagi. Lögregla tók Þórunni þó trúanlega og hún fór aftur upp í bílastæðahús til þess að benda á hvar minkurinn hefði fundist. „Þau komu þrjú labbandi að mér og ég hafði svona á tilfinningunni að þau tryðu mér ekki. Ekki fyrr en þau sáu minkinn. Hann var þá enn á sama stað.“ Hvort lögregla hafi handsamað dýrið er ekki vitað að svo stöddu. „Þeir eltu hann þarna eitthvað um og voru komnir að útganginum. Ég veit ekki hvort hann slapp út eða hvort þeir náðu honum.“ Þórunn hlær að uppákomunni en henni var létt að dýrið skyldi ekki reynast rotta. „Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu,“ segir Þórunn. „Þetta var fáránleg upplifun. Við hlógum mjög mikið.“
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira