„Lánið fer ekkert þótt hún sé farin“ Linda Blöndal skrifar 7. september 2014 19:11 Handhafar íbúðalána á dánarbúum fá almennt ekki skuldaleiðréttingu á íbúðalánum. Bergþór H. Þórðarson er sonur Sóleyjar Njarðvík Ingólfsdóttur sem sótti um leiðréttingu. Hún lést hins vegar fyrir skömmu, ekki svo löngu áður en niðurstaða mun berast um leiðréttinguna.Rangar upplýsingar Fresturinn til að sækja um leiðréttingu hefur staðið frá 18.maí til 1 september. Þann 11. ágúst sótti Sóleyum leiðréttingu á láni á 60 fermetra íbúð sinni að Iðufelli 4 í Reykjavík. Viku síðar féll hún frá. Bergþór sagði á Stöð tvö í kvöld að þau mægðin hafa fengið rangar upplýsingar um rétt sinn og er ósáttur við að lögin setji til dæmis engin nánari tímamörk vegna dánarbúa. Hvort fólk sem falli frá, eins og móðir hans, missi einfaldlega þennan rétt þegar nokkrar vikur eru í að leiðrétting verði staðfest. Kannski ekkert fengist leiðrétt Bergþór segir móður sína hafa farið hina svonefndu 110 prósent leið og þess vegna óvíst hvort nokkuð hefði fengist meira leiðrétt. „Þetta eru ekki há lán enda íbúðin ekki dýr en réttlætiskenndin segir manni að þetta sé ekki rétt. Lánið fer ekkert þótt hún sé farin,“ segir Bergþór. Íbúðin er í nánast 100 prósent veðsetningu. Lánið stendur í tæpum 13 milljónum króna en fasteignamat íbúðarinnar er í 12,8 milljónir. Bergþór telur fólk illa upplýst um þessa hlið aðgerðarinnar og hana óréttláta. Þjónustufulltrúi þeirra mæðginanna í bankanum hafi til dæmis fullyrt að dánarbúið myndi falla undir leiðréttinguna. Annað kom á daginn. Bergþór segir málið ekki snúast um háár upphæðir heldur réttlæti. Í lögum segir að rétturinn til leiðréttingar nái ekki til dánarbúa nema með undantekningum. Þar segir: „Eftirlifandi maki eða börn sem eru undir 18 ára aldri á árinu 2014, sem hafa yfirtekið eignir og skuldir hins látna, geta þó sótt um leiðréttingu vegna lána hins látna skv. 1. mgr.“Sanngirnisrök Í athugasemd með frumvarpinu um lögin kom fram að sanngirnisrök þættu standa til þess að maki eða yngri afkomandi héldi réttinum til leiðréttingar en ekki aðrir. Ekki hefur verið tekið saman hve margar umsóknir um niðurfellingu varða dánarbú. Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Handhafar íbúðalána á dánarbúum fá almennt ekki skuldaleiðréttingu á íbúðalánum. Bergþór H. Þórðarson er sonur Sóleyjar Njarðvík Ingólfsdóttur sem sótti um leiðréttingu. Hún lést hins vegar fyrir skömmu, ekki svo löngu áður en niðurstaða mun berast um leiðréttinguna.Rangar upplýsingar Fresturinn til að sækja um leiðréttingu hefur staðið frá 18.maí til 1 september. Þann 11. ágúst sótti Sóleyum leiðréttingu á láni á 60 fermetra íbúð sinni að Iðufelli 4 í Reykjavík. Viku síðar féll hún frá. Bergþór sagði á Stöð tvö í kvöld að þau mægðin hafa fengið rangar upplýsingar um rétt sinn og er ósáttur við að lögin setji til dæmis engin nánari tímamörk vegna dánarbúa. Hvort fólk sem falli frá, eins og móðir hans, missi einfaldlega þennan rétt þegar nokkrar vikur eru í að leiðrétting verði staðfest. Kannski ekkert fengist leiðrétt Bergþór segir móður sína hafa farið hina svonefndu 110 prósent leið og þess vegna óvíst hvort nokkuð hefði fengist meira leiðrétt. „Þetta eru ekki há lán enda íbúðin ekki dýr en réttlætiskenndin segir manni að þetta sé ekki rétt. Lánið fer ekkert þótt hún sé farin,“ segir Bergþór. Íbúðin er í nánast 100 prósent veðsetningu. Lánið stendur í tæpum 13 milljónum króna en fasteignamat íbúðarinnar er í 12,8 milljónir. Bergþór telur fólk illa upplýst um þessa hlið aðgerðarinnar og hana óréttláta. Þjónustufulltrúi þeirra mæðginanna í bankanum hafi til dæmis fullyrt að dánarbúið myndi falla undir leiðréttinguna. Annað kom á daginn. Bergþór segir málið ekki snúast um háár upphæðir heldur réttlæti. Í lögum segir að rétturinn til leiðréttingar nái ekki til dánarbúa nema með undantekningum. Þar segir: „Eftirlifandi maki eða börn sem eru undir 18 ára aldri á árinu 2014, sem hafa yfirtekið eignir og skuldir hins látna, geta þó sótt um leiðréttingu vegna lána hins látna skv. 1. mgr.“Sanngirnisrök Í athugasemd með frumvarpinu um lögin kom fram að sanngirnisrök þættu standa til þess að maki eða yngri afkomandi héldi réttinum til leiðréttingar en ekki aðrir. Ekki hefur verið tekið saman hve margar umsóknir um niðurfellingu varða dánarbú.
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum