„Lánið fer ekkert þótt hún sé farin“ Linda Blöndal skrifar 7. september 2014 19:11 Handhafar íbúðalána á dánarbúum fá almennt ekki skuldaleiðréttingu á íbúðalánum. Bergþór H. Þórðarson er sonur Sóleyjar Njarðvík Ingólfsdóttur sem sótti um leiðréttingu. Hún lést hins vegar fyrir skömmu, ekki svo löngu áður en niðurstaða mun berast um leiðréttinguna.Rangar upplýsingar Fresturinn til að sækja um leiðréttingu hefur staðið frá 18.maí til 1 september. Þann 11. ágúst sótti Sóleyum leiðréttingu á láni á 60 fermetra íbúð sinni að Iðufelli 4 í Reykjavík. Viku síðar féll hún frá. Bergþór sagði á Stöð tvö í kvöld að þau mægðin hafa fengið rangar upplýsingar um rétt sinn og er ósáttur við að lögin setji til dæmis engin nánari tímamörk vegna dánarbúa. Hvort fólk sem falli frá, eins og móðir hans, missi einfaldlega þennan rétt þegar nokkrar vikur eru í að leiðrétting verði staðfest. Kannski ekkert fengist leiðrétt Bergþór segir móður sína hafa farið hina svonefndu 110 prósent leið og þess vegna óvíst hvort nokkuð hefði fengist meira leiðrétt. „Þetta eru ekki há lán enda íbúðin ekki dýr en réttlætiskenndin segir manni að þetta sé ekki rétt. Lánið fer ekkert þótt hún sé farin,“ segir Bergþór. Íbúðin er í nánast 100 prósent veðsetningu. Lánið stendur í tæpum 13 milljónum króna en fasteignamat íbúðarinnar er í 12,8 milljónir. Bergþór telur fólk illa upplýst um þessa hlið aðgerðarinnar og hana óréttláta. Þjónustufulltrúi þeirra mæðginanna í bankanum hafi til dæmis fullyrt að dánarbúið myndi falla undir leiðréttinguna. Annað kom á daginn. Bergþór segir málið ekki snúast um háár upphæðir heldur réttlæti. Í lögum segir að rétturinn til leiðréttingar nái ekki til dánarbúa nema með undantekningum. Þar segir: „Eftirlifandi maki eða börn sem eru undir 18 ára aldri á árinu 2014, sem hafa yfirtekið eignir og skuldir hins látna, geta þó sótt um leiðréttingu vegna lána hins látna skv. 1. mgr.“Sanngirnisrök Í athugasemd með frumvarpinu um lögin kom fram að sanngirnisrök þættu standa til þess að maki eða yngri afkomandi héldi réttinum til leiðréttingar en ekki aðrir. Ekki hefur verið tekið saman hve margar umsóknir um niðurfellingu varða dánarbú. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Handhafar íbúðalána á dánarbúum fá almennt ekki skuldaleiðréttingu á íbúðalánum. Bergþór H. Þórðarson er sonur Sóleyjar Njarðvík Ingólfsdóttur sem sótti um leiðréttingu. Hún lést hins vegar fyrir skömmu, ekki svo löngu áður en niðurstaða mun berast um leiðréttinguna.Rangar upplýsingar Fresturinn til að sækja um leiðréttingu hefur staðið frá 18.maí til 1 september. Þann 11. ágúst sótti Sóleyum leiðréttingu á láni á 60 fermetra íbúð sinni að Iðufelli 4 í Reykjavík. Viku síðar féll hún frá. Bergþór sagði á Stöð tvö í kvöld að þau mægðin hafa fengið rangar upplýsingar um rétt sinn og er ósáttur við að lögin setji til dæmis engin nánari tímamörk vegna dánarbúa. Hvort fólk sem falli frá, eins og móðir hans, missi einfaldlega þennan rétt þegar nokkrar vikur eru í að leiðrétting verði staðfest. Kannski ekkert fengist leiðrétt Bergþór segir móður sína hafa farið hina svonefndu 110 prósent leið og þess vegna óvíst hvort nokkuð hefði fengist meira leiðrétt. „Þetta eru ekki há lán enda íbúðin ekki dýr en réttlætiskenndin segir manni að þetta sé ekki rétt. Lánið fer ekkert þótt hún sé farin,“ segir Bergþór. Íbúðin er í nánast 100 prósent veðsetningu. Lánið stendur í tæpum 13 milljónum króna en fasteignamat íbúðarinnar er í 12,8 milljónir. Bergþór telur fólk illa upplýst um þessa hlið aðgerðarinnar og hana óréttláta. Þjónustufulltrúi þeirra mæðginanna í bankanum hafi til dæmis fullyrt að dánarbúið myndi falla undir leiðréttinguna. Annað kom á daginn. Bergþór segir málið ekki snúast um háár upphæðir heldur réttlæti. Í lögum segir að rétturinn til leiðréttingar nái ekki til dánarbúa nema með undantekningum. Þar segir: „Eftirlifandi maki eða börn sem eru undir 18 ára aldri á árinu 2014, sem hafa yfirtekið eignir og skuldir hins látna, geta þó sótt um leiðréttingu vegna lána hins látna skv. 1. mgr.“Sanngirnisrök Í athugasemd með frumvarpinu um lögin kom fram að sanngirnisrök þættu standa til þess að maki eða yngri afkomandi héldi réttinum til leiðréttingar en ekki aðrir. Ekki hefur verið tekið saman hve margar umsóknir um niðurfellingu varða dánarbú.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira