Innlent

Barnabætur hækka um 13%

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Barnabótum er nú í frekara mæli beint að tekjulægri hópum.
Barnabótum er nú í frekara mæli beint að tekjulægri hópum. Vísir/Vilhelm
Gert er ráð fyrir að barnabætur hækki um 13% í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Auk þess kemur til 2,5% hækkun vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs. Tekjutenging barnabóta er á móti aukin þar sem skerðingarhlutföll eru hækkuð um eitt prósentustig. Með þessu er barnabótum beint frekar að tekjulægri hópum.

Samkvæmt útreikningum frá fjármálaráðaneytinu munu hjón með tvö börn þar sem annað barnið er yngra en 7 ára fá um 1500 krónum meira á mánuði í barnabætur. Í dæminu er miðað við að skattskyldar tekjur hjónanna séu samanlagt 580 þúsund krónur á mánuði.

Aukin tekjutenging þýðir að fyrir hjón með eitt barn skerðast barnabætur um 4% sé samanlagður tekjustofn umfram 4,8 milljónir. Ef börnin eru tvö skerðast bæturnar um 6% og ef um er að ræða 3 eða fleiri börn nemur skerðingin 8%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×