Innlent

Skorið niður hjá sérstökum saksóknara um 270 milljónir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá því sérstakur saksóknari tók til starfa árið 2009 hefur rúmum 5 milljörðum verið varið í rannsóknir á vegum embættisins sem tengjast efnahagshruninu.
Frá því sérstakur saksóknari tók til starfa árið 2009 hefur rúmum 5 milljörðum verið varið í rannsóknir á vegum embættisins sem tengjast efnahagshruninu. Vísir/Valli
Sérstakur saksóknari þarf samkvæmt fjárlagafrumvarpi að skera niður um 270 milljónir á komandi ári. Er það í samræmi við áætlanir stjórnvalda um að leggja embættið niður.

Samkvæmt fjárlögum fyrir yfirstandandi ár námu framlög til embættisins um 560 milljónum króna en á næsta ári er gert ráð fyrir framlögum að upphæð 290 milljónum króna.

 

Tekið er fram í greinargerð með frumvarpinu að ráðherra hafi heimild til þess að leggja niður embætti sérstaks saksóknara með sérstöku lagafrumvarpi þess efnis. Ekki liggur þó fyrir hvernig efnahagsbrotarannsóknum verði hagað þegar embættið verður lagt niður þó stefnt sé að því að starfsemi sérstaks saksóknara ljúki á næsta ári.  

Frá því sérstakur saksóknari tók til starfa árið 2009 hefur rúmum 5 milljörðum verið varið í rannsóknir á vegum embættisins sem tengjast efnahagshruninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×