Íslenskir unglingar strandaglópar vegna hugsanlegs eldgoss Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. ágúst 2014 11:51 Hér má sjá hópinn í Þýskalandi. Myndin var tekin rétt fyrir hádegi. Hópur Íslendinga eru strandaglópar í Þýskalandi vegna þess að flugfélagið Air Berlin felldi niður flug til Íslands vegna hugsanlegs eldgoss í Bárðarbungu. Katrín Halldórsdóttir er fararstjóri hópsins og með henni í för eru fjórir unglingar. Þau eru á ferðalagi á vegum samtakanna CISV. „Við erum búin að vera föst hérna síðan í gær, án farangurs,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir að svo virðist sem flugfélagið hafi ekki réttar upplýsingar um málið. „Hér eru allir hræddir og halda að þetta verði svipað og gosið í Eyjafjallajökli. Okkur var sagt að það væri gos hafið á Íslandi og ekkert væri flogið til landsins.“Hér má sjá skjáskot af vefsíðu Air Berlin. Flug til Íslands var fellt niður.Air Berlin er, eftir því sem best er vitað, eina flugfélagið sem hefur fellt niður flug til landsins. Hópurinn, í fararstjórn Katrínar, hefur dvalið í sumarbúðum nálægt Frankfurt í þrjár vikur. „Við flugum síðan í fyrradag frá Frankfurt til Berlínar og áttum að fara þaðan heim til Íslands. Svo sáum við bara að „Flight Cancelled“ uppi á töflunni. Við vorum sett á hótel í 36 kílómetra fjarlægð frá vellinum, fimm manneskjur í fjórum rúmum, ekki með neinn farangur og ekki með neinn mat. Okkur var sagt að það væri eldgos á Íslandi og að flugvél Air Berlin væri ekki með búnað til að höndla slíkt.“ Hópurinn mun svo fara til München og fljúga þaðan. „Já, við eigum flug seint í kvöld,“ útskýrir Katrín. CISV eru alþjóðleg samtök sjálfboðaliða sem með samstarfi sínu hafa þróað tækifæri fyrir fólk á öllum aldri að kynnast ólíkum menningarheimum, eins og kemur fram á heimasíðu samtakanna. Tengdar fréttir Alþjóðleg flugfélög sneiða framhjá flugbannsvæðinu Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að þar sé vel fylgst vel með gangi máli. „Við erum með sérstaka eldgosavakt í gangi. Við höfum samráð við fræðimenn og aðila sem fræða okkur um stöðu mála. 23. ágúst 2014 17:07 Almannavarnastig lækkað úr neyðarstigi Ríkislögreglustjóri hefur að höfðu samráði við lögreglustjórana á Húsavík og Seyðisfirði ákveðið að lækka almannavarnastig vegna jarðskjálftavirkni kringum Bárðarbungu úr neyðarstigi í hættustig. 24. ágúst 2014 14:06 Eldgos hafið í Dyngjujökli Eldgosið er lítið samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna 23. ágúst 2014 14:19 Alþjóðaflugið enn opið Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 23. ágúst 2014 15:04 Orsakir óróa hljóta að vera aðrar en eldgos Ítarlegar athuganir úr lofti með flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sýna að engin merki eru um að gos eða bráðnun við botn hafi átt sér stað undir Dyngjujökli í gær. 24. ágúst 2014 13:32 Íhuga að hækka viðvörunarstig vegna flugs í rautt Veðurstofan kannar nú þann möguleika hvort þurfi að hækka viðvörunarstig vegna flugs og banna flug á stóru svæði 23. ágúst 2014 13:18 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Hópur Íslendinga eru strandaglópar í Þýskalandi vegna þess að flugfélagið Air Berlin felldi niður flug til Íslands vegna hugsanlegs eldgoss í Bárðarbungu. Katrín Halldórsdóttir er fararstjóri hópsins og með henni í för eru fjórir unglingar. Þau eru á ferðalagi á vegum samtakanna CISV. „Við erum búin að vera föst hérna síðan í gær, án farangurs,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir að svo virðist sem flugfélagið hafi ekki réttar upplýsingar um málið. „Hér eru allir hræddir og halda að þetta verði svipað og gosið í Eyjafjallajökli. Okkur var sagt að það væri gos hafið á Íslandi og ekkert væri flogið til landsins.“Hér má sjá skjáskot af vefsíðu Air Berlin. Flug til Íslands var fellt niður.Air Berlin er, eftir því sem best er vitað, eina flugfélagið sem hefur fellt niður flug til landsins. Hópurinn, í fararstjórn Katrínar, hefur dvalið í sumarbúðum nálægt Frankfurt í þrjár vikur. „Við flugum síðan í fyrradag frá Frankfurt til Berlínar og áttum að fara þaðan heim til Íslands. Svo sáum við bara að „Flight Cancelled“ uppi á töflunni. Við vorum sett á hótel í 36 kílómetra fjarlægð frá vellinum, fimm manneskjur í fjórum rúmum, ekki með neinn farangur og ekki með neinn mat. Okkur var sagt að það væri eldgos á Íslandi og að flugvél Air Berlin væri ekki með búnað til að höndla slíkt.“ Hópurinn mun svo fara til München og fljúga þaðan. „Já, við eigum flug seint í kvöld,“ útskýrir Katrín. CISV eru alþjóðleg samtök sjálfboðaliða sem með samstarfi sínu hafa þróað tækifæri fyrir fólk á öllum aldri að kynnast ólíkum menningarheimum, eins og kemur fram á heimasíðu samtakanna.
Tengdar fréttir Alþjóðleg flugfélög sneiða framhjá flugbannsvæðinu Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að þar sé vel fylgst vel með gangi máli. „Við erum með sérstaka eldgosavakt í gangi. Við höfum samráð við fræðimenn og aðila sem fræða okkur um stöðu mála. 23. ágúst 2014 17:07 Almannavarnastig lækkað úr neyðarstigi Ríkislögreglustjóri hefur að höfðu samráði við lögreglustjórana á Húsavík og Seyðisfirði ákveðið að lækka almannavarnastig vegna jarðskjálftavirkni kringum Bárðarbungu úr neyðarstigi í hættustig. 24. ágúst 2014 14:06 Eldgos hafið í Dyngjujökli Eldgosið er lítið samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna 23. ágúst 2014 14:19 Alþjóðaflugið enn opið Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 23. ágúst 2014 15:04 Orsakir óróa hljóta að vera aðrar en eldgos Ítarlegar athuganir úr lofti með flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sýna að engin merki eru um að gos eða bráðnun við botn hafi átt sér stað undir Dyngjujökli í gær. 24. ágúst 2014 13:32 Íhuga að hækka viðvörunarstig vegna flugs í rautt Veðurstofan kannar nú þann möguleika hvort þurfi að hækka viðvörunarstig vegna flugs og banna flug á stóru svæði 23. ágúst 2014 13:18 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Alþjóðleg flugfélög sneiða framhjá flugbannsvæðinu Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að þar sé vel fylgst vel með gangi máli. „Við erum með sérstaka eldgosavakt í gangi. Við höfum samráð við fræðimenn og aðila sem fræða okkur um stöðu mála. 23. ágúst 2014 17:07
Almannavarnastig lækkað úr neyðarstigi Ríkislögreglustjóri hefur að höfðu samráði við lögreglustjórana á Húsavík og Seyðisfirði ákveðið að lækka almannavarnastig vegna jarðskjálftavirkni kringum Bárðarbungu úr neyðarstigi í hættustig. 24. ágúst 2014 14:06
Eldgos hafið í Dyngjujökli Eldgosið er lítið samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna 23. ágúst 2014 14:19
Alþjóðaflugið enn opið Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 23. ágúst 2014 15:04
Orsakir óróa hljóta að vera aðrar en eldgos Ítarlegar athuganir úr lofti með flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sýna að engin merki eru um að gos eða bráðnun við botn hafi átt sér stað undir Dyngjujökli í gær. 24. ágúst 2014 13:32
Íhuga að hækka viðvörunarstig vegna flugs í rautt Veðurstofan kannar nú þann möguleika hvort þurfi að hækka viðvörunarstig vegna flugs og banna flug á stóru svæði 23. ágúst 2014 13:18