Sjöfætt risakönguló gengur laus í Vesturbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2014 14:15 Köngulóin á stofugólfinu hjá Steve í gær. „Vinnufélagar mínir eru að missa sig,“ segir Vesturbæingurinn Steven Clark. Bandaríkjamanninum, sem búsettur hefur verið á Íslandi undanfarið eitt og hálft ár og starfar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, brá heldur betur í brún á heimili sínu í gær. „Ég fór á klósettið, sneri mér svo við og þá var köngulóin á miðju stofugólfinu,“ segir Steve. Stærðarinnar könguló var komin í sviðsljósið í stofunni. Steve segist ekkert hafa skilið í því hvaðan hún hafi komið. Hann náði í glas, fangaði hana og virti fyrir sér í skamma stund. Í kjölfarið hafi hann sleppt henni utandyra. Hann segir einn af átta fótum köngulóarinnar hafa farið af þegar hann fangaði hana með glasinu. Síðast þegar hann hafi séð hana hafi hún því verið sjöfætt. Íslenskir vinir Steve hjá CCP og á Facebook hafa margir hverjir spurt hann af hverju hann hafi ekki drepið köngulóna í stað þess að sleppa henni. „Það hefði líklega verið skynsamlegra eftir á að hyggja,“ segir Steve. Hann hafi hins vegar ekki velt því fyrir sér enda öllu vanari köngulóm en við Íslendingar frá heimaslóðum sínum á vesturströnd Bandaríkjanna. Hans hugsun hafi verið sú að hann hafi ekki viljað drepa hana til þess að komast hjá tilheyrandi blóðsúthellingum á gólfinu hjá sér. Steve segir marga í kringum sig telja að um gæludýr sé að ræða sem hafi sloppið. Hann telji svo ekki vera. Líklegast þyki honum að köngulóin hafi verið í felum á heimili hans í þónokkurn tíma eða síðan hann heimsótti Portúgal ásamt kærustu sinni fyrr í sumar. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á þeirri tengingu fyrr en í dag. Steve er svo vanur köngulóm en fjölskylda var með eina slíka sem gæludýr á uppvaxtarárum hans. „Þær eru ekki sérstök gæludýr. Þær drepa allt sem þær komast í tæri við og geta svo flúið.“Erling Ólafsson.Svona týpur finnast í náttúru Íslands Erling Ólafsson, skordýrasérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir í samtali við Vísi ekki geta greint hvaða tegund umrædd könguló sé. Til að geta það þurfi að skoða á þeim ákveðin líffæri í smásjá til að tegundagreina þær. Og til þess þurfi að deyða þær. Hann geti heldur ekki staðfest að um sjaldséða tegund sé að ræða því „Svona „týpur“ finnast hér í náttúrunni“. Varðandi það hvort köngulóin sé líklega eitruð bendir hann á að það gildi um allar köngulær. „En engin hérlend hefur minnstu áhrif á okkur mannfólkið þó bitið sé,“ segir Erling í skriflegu svari til fréttastofu. Tengdar fréttir Ljós krabbakönguló á Vesturlandi „Krabbaköngulær vefa ekki vefi til að fanga bráð heldur sitja þær um bráðina í blómum og hremma með snöggum "handtökum" og bíta á háls. Eitrið er skjótvirkt og lamar á augabragð,“ segir dýrafræðingur. 6. ágúst 2014 12:15 Svaf ekki hjá geitungum Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum. 11. júní 2014 14:05 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
„Vinnufélagar mínir eru að missa sig,“ segir Vesturbæingurinn Steven Clark. Bandaríkjamanninum, sem búsettur hefur verið á Íslandi undanfarið eitt og hálft ár og starfar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, brá heldur betur í brún á heimili sínu í gær. „Ég fór á klósettið, sneri mér svo við og þá var köngulóin á miðju stofugólfinu,“ segir Steve. Stærðarinnar könguló var komin í sviðsljósið í stofunni. Steve segist ekkert hafa skilið í því hvaðan hún hafi komið. Hann náði í glas, fangaði hana og virti fyrir sér í skamma stund. Í kjölfarið hafi hann sleppt henni utandyra. Hann segir einn af átta fótum köngulóarinnar hafa farið af þegar hann fangaði hana með glasinu. Síðast þegar hann hafi séð hana hafi hún því verið sjöfætt. Íslenskir vinir Steve hjá CCP og á Facebook hafa margir hverjir spurt hann af hverju hann hafi ekki drepið köngulóna í stað þess að sleppa henni. „Það hefði líklega verið skynsamlegra eftir á að hyggja,“ segir Steve. Hann hafi hins vegar ekki velt því fyrir sér enda öllu vanari köngulóm en við Íslendingar frá heimaslóðum sínum á vesturströnd Bandaríkjanna. Hans hugsun hafi verið sú að hann hafi ekki viljað drepa hana til þess að komast hjá tilheyrandi blóðsúthellingum á gólfinu hjá sér. Steve segir marga í kringum sig telja að um gæludýr sé að ræða sem hafi sloppið. Hann telji svo ekki vera. Líklegast þyki honum að köngulóin hafi verið í felum á heimili hans í þónokkurn tíma eða síðan hann heimsótti Portúgal ásamt kærustu sinni fyrr í sumar. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á þeirri tengingu fyrr en í dag. Steve er svo vanur köngulóm en fjölskylda var með eina slíka sem gæludýr á uppvaxtarárum hans. „Þær eru ekki sérstök gæludýr. Þær drepa allt sem þær komast í tæri við og geta svo flúið.“Erling Ólafsson.Svona týpur finnast í náttúru Íslands Erling Ólafsson, skordýrasérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir í samtali við Vísi ekki geta greint hvaða tegund umrædd könguló sé. Til að geta það þurfi að skoða á þeim ákveðin líffæri í smásjá til að tegundagreina þær. Og til þess þurfi að deyða þær. Hann geti heldur ekki staðfest að um sjaldséða tegund sé að ræða því „Svona „týpur“ finnast hér í náttúrunni“. Varðandi það hvort köngulóin sé líklega eitruð bendir hann á að það gildi um allar köngulær. „En engin hérlend hefur minnstu áhrif á okkur mannfólkið þó bitið sé,“ segir Erling í skriflegu svari til fréttastofu.
Tengdar fréttir Ljós krabbakönguló á Vesturlandi „Krabbaköngulær vefa ekki vefi til að fanga bráð heldur sitja þær um bráðina í blómum og hremma með snöggum "handtökum" og bíta á háls. Eitrið er skjótvirkt og lamar á augabragð,“ segir dýrafræðingur. 6. ágúst 2014 12:15 Svaf ekki hjá geitungum Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum. 11. júní 2014 14:05 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Ljós krabbakönguló á Vesturlandi „Krabbaköngulær vefa ekki vefi til að fanga bráð heldur sitja þær um bráðina í blómum og hremma með snöggum "handtökum" og bíta á háls. Eitrið er skjótvirkt og lamar á augabragð,“ segir dýrafræðingur. 6. ágúst 2014 12:15
Svaf ekki hjá geitungum Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum. 11. júní 2014 14:05
Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent