Innlent

Svaf ekki hjá geitungum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Búið var á stærð við golfkúlu.
Búið var á stærð við golfkúlu. Mynd/Bjarni Ingimarsson
Bjarna Ingimarsson stöðvarvörð rak í rogastans þegar hann mætti til vinnu í Írafossstöð í Soginu nú á mánudagskvöld.

Hafði þar einhver geitungadrottingin komið upp búi utan á gardínukappa í einu hvíldarherbergi virkjunarinnar sem staðið hafði autt í um víkutíma. Bjarna varð ekki um sel og ákvað að skipta um herbergi hið snarasta.

„Ég var nú bara kominn upp í rúm þegar ég tók eftir því,“ segir Bjarni í samtali við Vísi og bætti við að hann hafi þó einungis séð einn geitung á ferli. Geitungabúið er á stærð við golfkúlu enda höfðu drottningin og hennar slekti fengið nægan tíma til að athafna sig.

Búið héngi þó enn uppi. „En ég er að fara í það að taka það niður,“ segir Bjarni léttur í bragði.

Í samtali við fréttavefinn Sunnlenska segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur,  að af myndinni að dæma sé þarna á ferðinni klassískur trjágeitungur. „Hann er ólíkindatól og getur tekið upp á þessu, að koma inn um glugga og gera sér bú þar fyrir innan.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×