Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2014 16:22 Blaðamenn á DV segjast hafa þungar áhyggjur af framtíð fjölmiðilsins þar sem ekki liggi nákvæmlega fyrir hvaða aðilar eru á bak við uppkaup á hlutafé í félaginu. Vísir/Pjetur Blaðamenn á DV harma orð Björns Leifssonar, eiganda World Class um blaðið og ritstjóra þess. Í yfirlýsingu frá blaðamönnum segjast þeir undirstrika mikilvægi þess að fjölmiðillinn verði áfram frjáls og óháður og að ekki verði vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði þeirra þrátt fyrir yfirvofandi breytingar á eignarhaldi og stjórn útgáfufélagsins. „Blaðamenn á DV hafa þungar áhyggjur af framtíð fjölmiðilsins þar sem ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða aðilar eru á bak við uppkaup á hlutafé í félaginu. Blaðamenn á DV sendu frá sér yfirlýsingu um miðjan mánuðinn þar sem áhyggjum af ritstjórnarlegu sjálfstæði var lýst og eru þær áhyggjur áréttaðar enn frekar með þessari yfirlýsingu. Tilkynningin er meðal annars send út nú þar sem fyrir liggur að einn aðili, Björn Leifsson, sem keypt hefur hlutafé í DV á síðustu dögum, hefur gefið það út að tilgangurinn með kaupunum sé að hann vilji „taka þátt í að hefja blaðið að nýju til vegs og virðingar í samfélaginu“. Liður í þessari viðleitni Björns er að skipta um ritstjóra á DV og sagði hann orðrétt við fjölmiðla: „Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi.“ Orð Björns benda til þess að hann sé ekki sáttur við núverandi ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji hafa áhrif á hana í gegnum eignarhald sitt á útgáfufélaginu. Þá benda orð Björns til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. Blaðamenn DV harma þessi ummæli Björns og mótmæla þeim. Í fyrsta lagi þykir okkur ekki við hæfi að nýir hluthafar í útgáfufélaginu gefi það út að þeir séu ósáttir við ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji breyta henni í gegnum eigendavald sitt. Þau orð ein og sér gefa blaðamönnum tilefni til að óttast að vegið verði að sjálfstæði ritstjórnarinnar í kjölfar breytts eignarhalds. Í öðru lagi er ekki boðlegt að nýr hluthafi í DV ehf. fjárfesti í fjölmiðlinum til þess eins að losna við ritstjórann og gefi það út blákalt að það sé ein ástæða fjárfestingarinnar. Þau orð Björns gefa tilefni til að óttast að nýir hluthafar í DV komi ekki til með að virða ritstjórnarlegt sjálfstæði blaðamanna á fjölmiðlinum,“ segir í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira
Blaðamenn á DV harma orð Björns Leifssonar, eiganda World Class um blaðið og ritstjóra þess. Í yfirlýsingu frá blaðamönnum segjast þeir undirstrika mikilvægi þess að fjölmiðillinn verði áfram frjáls og óháður og að ekki verði vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði þeirra þrátt fyrir yfirvofandi breytingar á eignarhaldi og stjórn útgáfufélagsins. „Blaðamenn á DV hafa þungar áhyggjur af framtíð fjölmiðilsins þar sem ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða aðilar eru á bak við uppkaup á hlutafé í félaginu. Blaðamenn á DV sendu frá sér yfirlýsingu um miðjan mánuðinn þar sem áhyggjum af ritstjórnarlegu sjálfstæði var lýst og eru þær áhyggjur áréttaðar enn frekar með þessari yfirlýsingu. Tilkynningin er meðal annars send út nú þar sem fyrir liggur að einn aðili, Björn Leifsson, sem keypt hefur hlutafé í DV á síðustu dögum, hefur gefið það út að tilgangurinn með kaupunum sé að hann vilji „taka þátt í að hefja blaðið að nýju til vegs og virðingar í samfélaginu“. Liður í þessari viðleitni Björns er að skipta um ritstjóra á DV og sagði hann orðrétt við fjölmiðla: „Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi.“ Orð Björns benda til þess að hann sé ekki sáttur við núverandi ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji hafa áhrif á hana í gegnum eignarhald sitt á útgáfufélaginu. Þá benda orð Björns til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. Blaðamenn DV harma þessi ummæli Björns og mótmæla þeim. Í fyrsta lagi þykir okkur ekki við hæfi að nýir hluthafar í útgáfufélaginu gefi það út að þeir séu ósáttir við ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji breyta henni í gegnum eigendavald sitt. Þau orð ein og sér gefa blaðamönnum tilefni til að óttast að vegið verði að sjálfstæði ritstjórnarinnar í kjölfar breytts eignarhalds. Í öðru lagi er ekki boðlegt að nýr hluthafi í DV ehf. fjárfesti í fjölmiðlinum til þess eins að losna við ritstjórann og gefi það út blákalt að það sé ein ástæða fjárfestingarinnar. Þau orð Björns gefa tilefni til að óttast að nýir hluthafar í DV komi ekki til með að virða ritstjórnarlegt sjálfstæði blaðamanna á fjölmiðlinum,“ segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira
Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14
Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27