„Við sjáum ekki á þessu stigi að þetta hafi áhrif á flug okkar. Hugsanlega yrðu minniháttar breytingar gerðar en ekki mikið meira en það. Þetta á ekkert að trufla flug,“ segir Guðjón í samtali við fréttastofu. Hann hvetur fólk þó til þess að fylgjast með komu- og brottfarartímum á vefsíðu Icelandair.
Almannavarnir hafa fært litakóða vegna flugs upp í rautt og búið er að lýsa 120 sjómílna hættusvæði umhverfis eldstöðuna í Holuhrauni. Þá hefur Isavia lýst yfir hættusvæði frá jörðu upp í 18 þúsund feta hæð.

Uppfært klukkan 05.20
Búið er að aflétta takmörkunum á flugi á Akureyrarflugvöll og skilgreint hættusvæði vegna flugs hefur verið minnkað og er það einungis 10 sjómílur og nær upp í 5.000 fet.