34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2014 13:19 Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóarhafna og skipið sem um ræðir. Egil Peterson, skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn eftir að hafa orðið fyrir skaða á sjó, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar í pistli á færeysku vefsíðunni Aktuelt.fo. Líkt og færeyska vefsíðan Nordlysid.fo greindi frá í gær lenti Næraberg í vélarbilun á leið sinni úr grænlenskri lögsögu þar sem skipið hafði verið við makrílveiðar. Var óskað eftir því að fá að sigla skipinu til Reykjavíkur. Leyfið fékkst en um leið var skipverjum tilkynnt að þeir fengju ekki sjálfir að fara í land auk þess sem þeir gætu ekki fengið mat, drykkjarvatn eða olíu. Í fyrstu fengu þeir ekki einu sinni leyfi til að gera við vélina en það mun hafa fengist nú að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóarhafna. „Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen og vísar til fjárhagsaðstoðar sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. Segist Egil aldrei munu gleyma þessari framkomu Íslendinga. „Skammist ykkar Íslendingar!“Skipið greinilega í vandræðum Gísli segir málið afar sérstakt og meðhöndlun þess ekki til fyrirmyndar að eigin mati. Þó standi vissulega í þriðju grein laga frá 1998 um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands að erlendum skipum, sem stundi veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum sem veiðist bæði innan og utan íslenskrar landhelgi og hafa ekki milliríkjasamning um nýtingu, sé óheimilt að koma til íslenskra hafna. Í greininni stendur jafnframt að komist skip til íslenskrar hafnar sé óheimilt að veita þeim þjónustu. Skuli raunar vísa þeim án tafar úr höfn þegar þau hafi verið skoðuð af eftirlitsaðilum. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir að takmarka komu skipa í nauð til landsins,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Sérstaklega í ljósi þess að um augljós vélarvandræði sé að ræða. „Þetta skip var að keyra á litlum hluta vélaraflsins, greinilega í vandræðum með vélina og 34 skipverjar um borð,“ segir Gísli.Hefur sent ráðherrum bréf Hann minnir á að í gildi sé svokallaður Hoyvíkur samningur sem kveði á um að staða Íslendinga og Færeyinga skuli vera jöfn í löndunum. „Þannig skulu Íslendingar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar – og gagnkvæmt. Má því færa rök fyrir því að samningur þessi sé einn víðtækasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert,“ segir í samningnum. Gísli hefur sent innanríkis, utanríkis- og sjávarútvegsráðherra skeyti og óskað nánari skýringa á því hvort aðrar reglur en íslenskar gildi um færeysk skip. Á meðan sitja skipverjarnir 34 um borð í Nærabergi og fá ekki að fara í land. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Egil Peterson, skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn eftir að hafa orðið fyrir skaða á sjó, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar í pistli á færeysku vefsíðunni Aktuelt.fo. Líkt og færeyska vefsíðan Nordlysid.fo greindi frá í gær lenti Næraberg í vélarbilun á leið sinni úr grænlenskri lögsögu þar sem skipið hafði verið við makrílveiðar. Var óskað eftir því að fá að sigla skipinu til Reykjavíkur. Leyfið fékkst en um leið var skipverjum tilkynnt að þeir fengju ekki sjálfir að fara í land auk þess sem þeir gætu ekki fengið mat, drykkjarvatn eða olíu. Í fyrstu fengu þeir ekki einu sinni leyfi til að gera við vélina en það mun hafa fengist nú að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóarhafna. „Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen og vísar til fjárhagsaðstoðar sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. Segist Egil aldrei munu gleyma þessari framkomu Íslendinga. „Skammist ykkar Íslendingar!“Skipið greinilega í vandræðum Gísli segir málið afar sérstakt og meðhöndlun þess ekki til fyrirmyndar að eigin mati. Þó standi vissulega í þriðju grein laga frá 1998 um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands að erlendum skipum, sem stundi veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum sem veiðist bæði innan og utan íslenskrar landhelgi og hafa ekki milliríkjasamning um nýtingu, sé óheimilt að koma til íslenskra hafna. Í greininni stendur jafnframt að komist skip til íslenskrar hafnar sé óheimilt að veita þeim þjónustu. Skuli raunar vísa þeim án tafar úr höfn þegar þau hafi verið skoðuð af eftirlitsaðilum. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir að takmarka komu skipa í nauð til landsins,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Sérstaklega í ljósi þess að um augljós vélarvandræði sé að ræða. „Þetta skip var að keyra á litlum hluta vélaraflsins, greinilega í vandræðum með vélina og 34 skipverjar um borð,“ segir Gísli.Hefur sent ráðherrum bréf Hann minnir á að í gildi sé svokallaður Hoyvíkur samningur sem kveði á um að staða Íslendinga og Færeyinga skuli vera jöfn í löndunum. „Þannig skulu Íslendingar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar – og gagnkvæmt. Má því færa rök fyrir því að samningur þessi sé einn víðtækasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert,“ segir í samningnum. Gísli hefur sent innanríkis, utanríkis- og sjávarútvegsráðherra skeyti og óskað nánari skýringa á því hvort aðrar reglur en íslenskar gildi um færeysk skip. Á meðan sitja skipverjarnir 34 um borð í Nærabergi og fá ekki að fara í land.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira