34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2014 13:19 Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóarhafna og skipið sem um ræðir. Egil Peterson, skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn eftir að hafa orðið fyrir skaða á sjó, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar í pistli á færeysku vefsíðunni Aktuelt.fo. Líkt og færeyska vefsíðan Nordlysid.fo greindi frá í gær lenti Næraberg í vélarbilun á leið sinni úr grænlenskri lögsögu þar sem skipið hafði verið við makrílveiðar. Var óskað eftir því að fá að sigla skipinu til Reykjavíkur. Leyfið fékkst en um leið var skipverjum tilkynnt að þeir fengju ekki sjálfir að fara í land auk þess sem þeir gætu ekki fengið mat, drykkjarvatn eða olíu. Í fyrstu fengu þeir ekki einu sinni leyfi til að gera við vélina en það mun hafa fengist nú að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóarhafna. „Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen og vísar til fjárhagsaðstoðar sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. Segist Egil aldrei munu gleyma þessari framkomu Íslendinga. „Skammist ykkar Íslendingar!“Skipið greinilega í vandræðum Gísli segir málið afar sérstakt og meðhöndlun þess ekki til fyrirmyndar að eigin mati. Þó standi vissulega í þriðju grein laga frá 1998 um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands að erlendum skipum, sem stundi veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum sem veiðist bæði innan og utan íslenskrar landhelgi og hafa ekki milliríkjasamning um nýtingu, sé óheimilt að koma til íslenskra hafna. Í greininni stendur jafnframt að komist skip til íslenskrar hafnar sé óheimilt að veita þeim þjónustu. Skuli raunar vísa þeim án tafar úr höfn þegar þau hafi verið skoðuð af eftirlitsaðilum. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir að takmarka komu skipa í nauð til landsins,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Sérstaklega í ljósi þess að um augljós vélarvandræði sé að ræða. „Þetta skip var að keyra á litlum hluta vélaraflsins, greinilega í vandræðum með vélina og 34 skipverjar um borð,“ segir Gísli.Hefur sent ráðherrum bréf Hann minnir á að í gildi sé svokallaður Hoyvíkur samningur sem kveði á um að staða Íslendinga og Færeyinga skuli vera jöfn í löndunum. „Þannig skulu Íslendingar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar – og gagnkvæmt. Má því færa rök fyrir því að samningur þessi sé einn víðtækasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert,“ segir í samningnum. Gísli hefur sent innanríkis, utanríkis- og sjávarútvegsráðherra skeyti og óskað nánari skýringa á því hvort aðrar reglur en íslenskar gildi um færeysk skip. Á meðan sitja skipverjarnir 34 um borð í Nærabergi og fá ekki að fara í land. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Egil Peterson, skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn eftir að hafa orðið fyrir skaða á sjó, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar í pistli á færeysku vefsíðunni Aktuelt.fo. Líkt og færeyska vefsíðan Nordlysid.fo greindi frá í gær lenti Næraberg í vélarbilun á leið sinni úr grænlenskri lögsögu þar sem skipið hafði verið við makrílveiðar. Var óskað eftir því að fá að sigla skipinu til Reykjavíkur. Leyfið fékkst en um leið var skipverjum tilkynnt að þeir fengju ekki sjálfir að fara í land auk þess sem þeir gætu ekki fengið mat, drykkjarvatn eða olíu. Í fyrstu fengu þeir ekki einu sinni leyfi til að gera við vélina en það mun hafa fengist nú að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóarhafna. „Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen og vísar til fjárhagsaðstoðar sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. Segist Egil aldrei munu gleyma þessari framkomu Íslendinga. „Skammist ykkar Íslendingar!“Skipið greinilega í vandræðum Gísli segir málið afar sérstakt og meðhöndlun þess ekki til fyrirmyndar að eigin mati. Þó standi vissulega í þriðju grein laga frá 1998 um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands að erlendum skipum, sem stundi veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum sem veiðist bæði innan og utan íslenskrar landhelgi og hafa ekki milliríkjasamning um nýtingu, sé óheimilt að koma til íslenskra hafna. Í greininni stendur jafnframt að komist skip til íslenskrar hafnar sé óheimilt að veita þeim þjónustu. Skuli raunar vísa þeim án tafar úr höfn þegar þau hafi verið skoðuð af eftirlitsaðilum. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir að takmarka komu skipa í nauð til landsins,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Sérstaklega í ljósi þess að um augljós vélarvandræði sé að ræða. „Þetta skip var að keyra á litlum hluta vélaraflsins, greinilega í vandræðum með vélina og 34 skipverjar um borð,“ segir Gísli.Hefur sent ráðherrum bréf Hann minnir á að í gildi sé svokallaður Hoyvíkur samningur sem kveði á um að staða Íslendinga og Færeyinga skuli vera jöfn í löndunum. „Þannig skulu Íslendingar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar – og gagnkvæmt. Má því færa rök fyrir því að samningur þessi sé einn víðtækasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert,“ segir í samningnum. Gísli hefur sent innanríkis, utanríkis- og sjávarútvegsráðherra skeyti og óskað nánari skýringa á því hvort aðrar reglur en íslenskar gildi um færeysk skip. Á meðan sitja skipverjarnir 34 um borð í Nærabergi og fá ekki að fara í land.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent