„Þetta hlýtur að enda með ósköpum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 18:43 Reynir Traustason, ritstjóri DV. vísir/stefán „Þetta hlýtur að enda með ósköpum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, en aðalfundi útgáfufélags DV var frestað um viku nú síðdegis vegna ágreinings um ársreikninga. Fundurinn hófst klukkan 15 í dag á Hótel Natura. „Þú ert með menn innanborðs eins og Björn í World Class sem er þegar búinn að kosta DV meira en hálfa milljón á mánuði vegna áskriftarflótta og áskrifendur okkar eru æfir. Vilja ekki kaupa blað sem þessi maður er eigandi af. Yfir hundrað áskrifendur eru þegar búnir að segja upp,“ segir Reynir.Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur.Tóku ársreikning ekki til endurskoðunar Mikil átök hafa verið undanfarnar vikur varðandi eignarhald á útgáfufélagi DV en aðalfundur félagsins fór fram í dag. Björn Leifsson, jafnan kenndur við líkamsræktarstöðina World Class, keypti rúmlega 4 prósenta hlut í félaginu í gegnum einkahlutafélagið Laugar ehf. Hann og Þorsteinn Guðnason, fyrrverandi stjórnarformanni DV, hafa lýst því fyrir að þeir ætli að velta Reyni Traustasyni úr ritstjórastólnum. Þá ganga ásakanir á víxl meðal deiluaðila en Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns, telur nauðsynlegt að Reynir víki frá störfum. „Á stjórnarfundi í morgun sýndi Reynir Traustason betur en aldrei fyrr hvaða mann hann hefur að geyma. Það er þannig að í júní í sumar þá samþykkti stjórn DV ehf. ársreikning og stjórnarmenn undirrituðu hann allir. Framkvæmdastjórn félagsins, Jón Trausti Reynisson, mun hafa gert einhverjar athugasemdir við þann ársreikning en stjórnin tók aldrei ársreikninginn til endurskoðunar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar. „Reynir misnotaði stöðu sína sem stjórnarmaður til að ná fram fullu vægi atkvæða sinna.“Ritstjórinn óttast ekkert Reynir segir þessi átök um eignarhald ekki hafa áhrif á ritstjórn blaðsins og óttast ekki um ritstjórastöðu sína. „Ég óttast ekki neitt og er alveg sáttur við að fara ef ég þarf að fara. Ég er alveg til í að vera áfram og halda áfram, en það breytir ekki því að ég er til í að yfirgefa skútuna ef það er vilji fyrir því. En ég hef þá tilfinningu að þetta ástand sé ekki gott til framtíðar,“ segir Reynir að lokum. Starfsmenn DV ehf. hafa að undanförnu lýst yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins og lýsa þau því sem tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku, þar sem ekki liggur ljóst fyrir hvaða aðilar það eru sem fjármagna kaupin. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsmannafélags DV þann 15. ágúst. Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22 Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00 Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Hluthafafundur DV hafinn: Þorsteinn lofar frelsi og Reynir einhverju óvæntu Ekki frekar en að Al Gore fann upp internetið hefur Reynir Traustason einkaleyfi á frjálsri fjölmiðlun og rannsóknarblaðamennsku,“ segir Þorsteinn Guðnason sem reynir að kaupa meirihluta í DV. 29. ágúst 2014 15:21 Aðalfundi DV frestað um viku Aðalfundi útgáfufélags DV var frestað um viku nú síðdegis vegna ágreinings um ársreikninga félagsins. 29. ágúst 2014 18:05 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
„Þetta hlýtur að enda með ósköpum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, en aðalfundi útgáfufélags DV var frestað um viku nú síðdegis vegna ágreinings um ársreikninga. Fundurinn hófst klukkan 15 í dag á Hótel Natura. „Þú ert með menn innanborðs eins og Björn í World Class sem er þegar búinn að kosta DV meira en hálfa milljón á mánuði vegna áskriftarflótta og áskrifendur okkar eru æfir. Vilja ekki kaupa blað sem þessi maður er eigandi af. Yfir hundrað áskrifendur eru þegar búnir að segja upp,“ segir Reynir.Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur.Tóku ársreikning ekki til endurskoðunar Mikil átök hafa verið undanfarnar vikur varðandi eignarhald á útgáfufélagi DV en aðalfundur félagsins fór fram í dag. Björn Leifsson, jafnan kenndur við líkamsræktarstöðina World Class, keypti rúmlega 4 prósenta hlut í félaginu í gegnum einkahlutafélagið Laugar ehf. Hann og Þorsteinn Guðnason, fyrrverandi stjórnarformanni DV, hafa lýst því fyrir að þeir ætli að velta Reyni Traustasyni úr ritstjórastólnum. Þá ganga ásakanir á víxl meðal deiluaðila en Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns, telur nauðsynlegt að Reynir víki frá störfum. „Á stjórnarfundi í morgun sýndi Reynir Traustason betur en aldrei fyrr hvaða mann hann hefur að geyma. Það er þannig að í júní í sumar þá samþykkti stjórn DV ehf. ársreikning og stjórnarmenn undirrituðu hann allir. Framkvæmdastjórn félagsins, Jón Trausti Reynisson, mun hafa gert einhverjar athugasemdir við þann ársreikning en stjórnin tók aldrei ársreikninginn til endurskoðunar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar. „Reynir misnotaði stöðu sína sem stjórnarmaður til að ná fram fullu vægi atkvæða sinna.“Ritstjórinn óttast ekkert Reynir segir þessi átök um eignarhald ekki hafa áhrif á ritstjórn blaðsins og óttast ekki um ritstjórastöðu sína. „Ég óttast ekki neitt og er alveg sáttur við að fara ef ég þarf að fara. Ég er alveg til í að vera áfram og halda áfram, en það breytir ekki því að ég er til í að yfirgefa skútuna ef það er vilji fyrir því. En ég hef þá tilfinningu að þetta ástand sé ekki gott til framtíðar,“ segir Reynir að lokum. Starfsmenn DV ehf. hafa að undanförnu lýst yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins og lýsa þau því sem tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku, þar sem ekki liggur ljóst fyrir hvaða aðilar það eru sem fjármagna kaupin. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsmannafélags DV þann 15. ágúst.
Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22 Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00 Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Hluthafafundur DV hafinn: Þorsteinn lofar frelsi og Reynir einhverju óvæntu Ekki frekar en að Al Gore fann upp internetið hefur Reynir Traustason einkaleyfi á frjálsri fjölmiðlun og rannsóknarblaðamennsku,“ segir Þorsteinn Guðnason sem reynir að kaupa meirihluta í DV. 29. ágúst 2014 15:21 Aðalfundi DV frestað um viku Aðalfundi útgáfufélags DV var frestað um viku nú síðdegis vegna ágreinings um ársreikninga félagsins. 29. ágúst 2014 18:05 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56
Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22
Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00
Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14
Hluthafafundur DV hafinn: Þorsteinn lofar frelsi og Reynir einhverju óvæntu Ekki frekar en að Al Gore fann upp internetið hefur Reynir Traustason einkaleyfi á frjálsri fjölmiðlun og rannsóknarblaðamennsku,“ segir Þorsteinn Guðnason sem reynir að kaupa meirihluta í DV. 29. ágúst 2014 15:21
Aðalfundi DV frestað um viku Aðalfundi útgáfufélags DV var frestað um viku nú síðdegis vegna ágreinings um ársreikninga félagsins. 29. ágúst 2014 18:05