Framsókn mun ekki styðja vantrauststillögu á Hönnu Birnu Hjörtur Hjartarson skrifar 18. ágúst 2014 19:30 Framsóknarflokkurinn mun ekki styðja vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, verði hún lögð fram. Forsætisráðherra segir Hönnu Birnu hafa staðið sig vel í lekamálinu og telur svör hennar um málið fyrir Alþingi hafa verið skilmerkileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra hefur fallist á ósk Hönnu Birnu um að vera leyst undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála. „Hanna Birna er ennþá starfandi innanríkisráðherra og þar með einnig ráðherra dómsmála. En hún hefur formlega beðið um að vera leyst undan þeim skyldum og ég hef fallist á það. Nú tekur við að finna út úr því hver muni fara með þann málaflokk á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur hefur rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins um hvert framhaldið verður og hver taki við starfinu af Hönnu Birnu. „Við höfum ekki rætt að það komi utanaðkomandi ráðherra í dómsmálin en þó höfum við ekki útilokað þann möguleika en frekar gert ráð fyrir því að annar ráðherra taki yfir málaflokkinn.“ „Mun Framsóknarflokkurinn leitast eftirþvíaðfádómsmálaráðuneytiðtil sín efúr verður aðmálaflokkur fer ekki undir starfandi ráðherra?“ „Það hefur náttúrulega lengi legið fyrir, alveg frá upphafi, að það var svona frekar gert ráð fyrir því að Framsókn myndi bæta við sig ráðherra þannig að þetta yrðu fimm og fimm en við höfum ekki setta það í sérstakt samhengi við þetta mál,“ segir Sigmundur.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraPíratar hafa ákveðið að leggja fram vantrausttillögu á hendur Hönnu Birnu þegar þing kemur saman í næsta mánuði og um leið óskað eftir stuðningi frá Framsóknarflokknum. Sigmundur Davíð segir að ekki komi til greina að styðja þessa tillögu enda hafi Hanna Birna á heildina litið staðið sig vel í lekamálinu svokallaða. „Ég er þeirrar skoðunar að hún hafi haldið vel á þessu, eins vel og kostur er í svona erfiðu máli.“„Telurðu aðþetta mál hafa skaðað ríkisstjórnina?“ „Nei, ég tel það nú ekki. Hinsvegar er auðvitað óheppilegt að mikill tími og kraftur fari í umræðu um mál sem snýst ekki um landsins gagn og nauðsynjar og uppbyggingarstarf. En við því er ekkert að gera, það á við um mörg önnur mál líka. En þetta mál tel ég ekki að valdi neinum sérstökum skaða,“ segir Sigmundur. Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 „Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Framsóknarflokkurinn mun ekki styðja vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, verði hún lögð fram. Forsætisráðherra segir Hönnu Birnu hafa staðið sig vel í lekamálinu og telur svör hennar um málið fyrir Alþingi hafa verið skilmerkileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra hefur fallist á ósk Hönnu Birnu um að vera leyst undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála. „Hanna Birna er ennþá starfandi innanríkisráðherra og þar með einnig ráðherra dómsmála. En hún hefur formlega beðið um að vera leyst undan þeim skyldum og ég hef fallist á það. Nú tekur við að finna út úr því hver muni fara með þann málaflokk á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur hefur rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins um hvert framhaldið verður og hver taki við starfinu af Hönnu Birnu. „Við höfum ekki rætt að það komi utanaðkomandi ráðherra í dómsmálin en þó höfum við ekki útilokað þann möguleika en frekar gert ráð fyrir því að annar ráðherra taki yfir málaflokkinn.“ „Mun Framsóknarflokkurinn leitast eftirþvíaðfádómsmálaráðuneytiðtil sín efúr verður aðmálaflokkur fer ekki undir starfandi ráðherra?“ „Það hefur náttúrulega lengi legið fyrir, alveg frá upphafi, að það var svona frekar gert ráð fyrir því að Framsókn myndi bæta við sig ráðherra þannig að þetta yrðu fimm og fimm en við höfum ekki setta það í sérstakt samhengi við þetta mál,“ segir Sigmundur.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraPíratar hafa ákveðið að leggja fram vantrausttillögu á hendur Hönnu Birnu þegar þing kemur saman í næsta mánuði og um leið óskað eftir stuðningi frá Framsóknarflokknum. Sigmundur Davíð segir að ekki komi til greina að styðja þessa tillögu enda hafi Hanna Birna á heildina litið staðið sig vel í lekamálinu svokallaða. „Ég er þeirrar skoðunar að hún hafi haldið vel á þessu, eins vel og kostur er í svona erfiðu máli.“„Telurðu aðþetta mál hafa skaðað ríkisstjórnina?“ „Nei, ég tel það nú ekki. Hinsvegar er auðvitað óheppilegt að mikill tími og kraftur fari í umræðu um mál sem snýst ekki um landsins gagn og nauðsynjar og uppbyggingarstarf. En við því er ekkert að gera, það á við um mörg önnur mál líka. En þetta mál tel ég ekki að valdi neinum sérstökum skaða,“ segir Sigmundur.
Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 „Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58
„Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28
„Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00
„Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39