Innlent

Skjálftarnir við Bárðarbungu á tíu sekúndum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot
Nærri 1400 jarðskjálftar mældust á Vatnajökli í námunda við Bárðarbungu 17. og 18. ágúst. Tekið hefur verið samað tíu sekúndna myndband sem sýnir virknina.

Það er forritarinn og hönnuðurinn Aitor García Rey sem tók myndbandið saman fyrir Iceland Mag en það má sjá hér að neðan. Almannavarnadeild lögreglunnar mun funda tvívegis í dag vegna jarðhræringanna. Sérfræðingur Veðurstofunnar sagði í viðtali í gær að full ástæða væri til þess að reikna með eldgosi.

Vefmyndavél sem staðsett er á Grímsfelli um 30 kílómetra frá Bárðarbungu má sjá hér.


Tengdar fréttir

Virknin gengur áfram í bylgjum

Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mikil en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Almannavarnardeild fundar og fer yfir ný gögn

"Það verður farið yfir öll ný gögn sem hafa borist undanfarinn sólarhring,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.

Erlendir göngumenn á hættusvæði

Þrátt fyrir að lokað sé fyrir umferð inn á stórt svæði norðan við Vatnajökul er enn vitað til þess að göngufólk sé þar á ferð.

Enn mikil skjálftavirkni undir Bárðarbungu

Heldur dró úr skjálftavirkni undir Bárðarbungu upp úr miðnætti en svo jókst hún aftur um fjögur leytið í nótt og varð brátt álíka og í fyrrinótt, þegar vel á þriðja hundrað skjálftar mældust frá miðnætti til klukkan sex í gærmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×