Innlent

Almannavarnardeild fundar og fer yfir ný gögn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra.
„Það verður farið yfir öll ný gögn sem hafa borist undanfarinn sólarhring,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.

Almannavarnardeild mun funda nú fyrir hádegi um stöðuna í Bárðarbungu. Skjálftavirkni í kringum svæðið er enn mikil en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Virknin gengur áfram í bylgjum en stærstu skjálftarnir urðu undir morgun og voru þeir allir undir 3 að stærð. Víðir segir að staðan verði endurmetin á fundinum.

„Við fundum þessa dagana tvisvar á hverjum degi en skjálftavirkin kemur enn í bylgjum. Það virðist ekki vera um neinar breytingar að ræða en þetta er enn mjög öflugt.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.