„Það er bara verið að verðlauna karlana“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2014 14:27 Kristín var í kjörbúð þegar Vísir hafði samband við hana vegna ummæla Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. „Þetta er fyrst og fremst gamaldags hugsunarháttur,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Fréttatímanum í morgun. Þar er fjallað um kynjahalla meðal sendiherra en fjórfalt fleiri karlar eru sendiherrar en konur, 28 karlar og 7 konur. Aðspurður um hvað valdi þessum mun segir Gunnar Bragi að hefð og vinnuumhverfið sé ef til vill helsta ástæða misréttisins. „Það er alveg hárrétt, að þetta lítur ekki vel út,“ segir Gunnar Bragi. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu.“ Spurður hver ástæðan fyrir því sé svarar hann: „Það er í raun kannski hefðin sem ræður því. Þetta hljómar ef til vill eins og klisja en sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa. Það gæti verið að konur sækist síður eftir þessum störfum.“Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu.Vísir/HaraldurKristín Ástgeirsdóttir segir í samtali við Vísi að utanríkisþjónustan hafi lengi verið karllæg. Ekki sé langt síðan að fyrsta konan hafi verið skipuð sendiherra og töluvert sé enn óunnið í þessum efnum. Að mati Kristínar má kynjahallann reka að töluverðu leyti þess að sendiherrastörfin eru ekki auglýst laus til umsóknar. „Það er bara verið að verðlauna karlana, á því liggur ekki nokkur vafi – þó konum hafi auðvitað verið að fjölga á síðustu árum,“ segir Kristín. Hún segir oft gleymast í umræðunni að flutningsskyldan á hendur sendiherrum eigi einnig við maka þeirra - sem eru af báðum kynjum. „Þetta gildir því bæði um konur og karla. Makar sendirherra þurfa oftar en ekki að rífa sig upp með rótum – frá starfsferli sínum, fjölskyldu og vinum – og setjast að á nýjum stað. Fólk er orðið svo menntað í dag og oftar en ekki reynist erfitt fyrir makana að fá vinnu við hæfi þegar út er komið. Það gleymist því oft að flutningurinn á jafnt við um bæði kynin, sama af hvoru kyni sendirherrann er,“ segir Kristín. Sagnfræðingurinn Kristín gefur einnig lítið fyrir ummæli Gunnars Braga um sólarhringslangan vinnutíma, íslenskar húsmæður hafi unnið myrkranna á milli allt frá landnámi og því ætti þeim að reynast hægðarleikur að sendiherrast á öllum tímum sólahringsins. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst gamaldags hugsunarháttur,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Fréttatímanum í morgun. Þar er fjallað um kynjahalla meðal sendiherra en fjórfalt fleiri karlar eru sendiherrar en konur, 28 karlar og 7 konur. Aðspurður um hvað valdi þessum mun segir Gunnar Bragi að hefð og vinnuumhverfið sé ef til vill helsta ástæða misréttisins. „Það er alveg hárrétt, að þetta lítur ekki vel út,“ segir Gunnar Bragi. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu.“ Spurður hver ástæðan fyrir því sé svarar hann: „Það er í raun kannski hefðin sem ræður því. Þetta hljómar ef til vill eins og klisja en sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa. Það gæti verið að konur sækist síður eftir þessum störfum.“Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu.Vísir/HaraldurKristín Ástgeirsdóttir segir í samtali við Vísi að utanríkisþjónustan hafi lengi verið karllæg. Ekki sé langt síðan að fyrsta konan hafi verið skipuð sendiherra og töluvert sé enn óunnið í þessum efnum. Að mati Kristínar má kynjahallann reka að töluverðu leyti þess að sendiherrastörfin eru ekki auglýst laus til umsóknar. „Það er bara verið að verðlauna karlana, á því liggur ekki nokkur vafi – þó konum hafi auðvitað verið að fjölga á síðustu árum,“ segir Kristín. Hún segir oft gleymast í umræðunni að flutningsskyldan á hendur sendiherrum eigi einnig við maka þeirra - sem eru af báðum kynjum. „Þetta gildir því bæði um konur og karla. Makar sendirherra þurfa oftar en ekki að rífa sig upp með rótum – frá starfsferli sínum, fjölskyldu og vinum – og setjast að á nýjum stað. Fólk er orðið svo menntað í dag og oftar en ekki reynist erfitt fyrir makana að fá vinnu við hæfi þegar út er komið. Það gleymist því oft að flutningurinn á jafnt við um bæði kynin, sama af hvoru kyni sendirherrann er,“ segir Kristín. Sagnfræðingurinn Kristín gefur einnig lítið fyrir ummæli Gunnars Braga um sólarhringslangan vinnutíma, íslenskar húsmæður hafi unnið myrkranna á milli allt frá landnámi og því ætti þeim að reynast hægðarleikur að sendiherrast á öllum tímum sólahringsins.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira