Krýna Evrópumeistara í Mýrarbolta óháð kyni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. ágúst 2014 18:46 Stuð og stemning hefur verið á Mýrarboltanum í ár. Myndir/Hafþór Liðið Ísak City sigraði Mýrarboltann 2014 á Ísafirði um helgina í karlaflokki en í kvennaflokki báru Ofurkonur sigur úr býtum. Evrópumeistarinn í Mýrarbolta verður svo kynntur í kvöld. „Við erum sérstaklega stoltir af því að krýna Evrópumeistara óháð kyni,“ segir Jón Páll Hreinsson, mýrarfláki. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að FIFA sýni því áhuga og taki upp það kerfi útreikninga sem skipuleggjendur Mýrarboltans nota til þess að finna út hver sigurvegari er að lokum. „Þetta er lausn á því ójafnrétti sem ríkir í knattspyrnuheiminum milli karla og kvenna.“ Útreikningurinn er flókinn og ítarlegur og tekur mið af frammistöðu liðanna í gegnum alla keppnina. Verðlaunaafhending verður klukkan tíu í kvöld á árlegri brennu hátíðarinnar. Fram Jón Jónsson ásamt bróður sínum Friðriki Dór, Kiriyama family og Mammút. Í gær var stuð og stemning þegar hljómsveitirnar Agent Fresco og Ultra Mega Technobandið Stefán stigu á stokk. Jón Páll segir það skjóta skökku við að það teljist fréttnæmt þegar engar nauðganir eru kærðar á hátíðum yfir Verslunarmannahelgina. Aldrei hefur verið tilkynnt nauðgun á Mýrarboltanum og þakkar Jón Páll það bæði mikilli forvarnarvinnu í samstarfi við Sólstafi sem er systrafélag Stígamóta og hugarfari í samfélaginu á Ísafirði. „Ef hér yrði nauðgun yrði það jafnvel endirinn á Mýrarboltanum.“ Mýrarflákinn er einstaklega ánægður með hvernig helgin hefur tekist til fram að þessu. „Við viljum þakka Veðurstofunni stuðninginn,“ segir hann og hlær. En veðrið hefur leikið við keppendur og gesti Mýrarboltans. Að sögn Jóns Páls hefur það sjaldan verið jafngott. Mýrarboltinn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Liðið Ísak City sigraði Mýrarboltann 2014 á Ísafirði um helgina í karlaflokki en í kvennaflokki báru Ofurkonur sigur úr býtum. Evrópumeistarinn í Mýrarbolta verður svo kynntur í kvöld. „Við erum sérstaklega stoltir af því að krýna Evrópumeistara óháð kyni,“ segir Jón Páll Hreinsson, mýrarfláki. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að FIFA sýni því áhuga og taki upp það kerfi útreikninga sem skipuleggjendur Mýrarboltans nota til þess að finna út hver sigurvegari er að lokum. „Þetta er lausn á því ójafnrétti sem ríkir í knattspyrnuheiminum milli karla og kvenna.“ Útreikningurinn er flókinn og ítarlegur og tekur mið af frammistöðu liðanna í gegnum alla keppnina. Verðlaunaafhending verður klukkan tíu í kvöld á árlegri brennu hátíðarinnar. Fram Jón Jónsson ásamt bróður sínum Friðriki Dór, Kiriyama family og Mammút. Í gær var stuð og stemning þegar hljómsveitirnar Agent Fresco og Ultra Mega Technobandið Stefán stigu á stokk. Jón Páll segir það skjóta skökku við að það teljist fréttnæmt þegar engar nauðganir eru kærðar á hátíðum yfir Verslunarmannahelgina. Aldrei hefur verið tilkynnt nauðgun á Mýrarboltanum og þakkar Jón Páll það bæði mikilli forvarnarvinnu í samstarfi við Sólstafi sem er systrafélag Stígamóta og hugarfari í samfélaginu á Ísafirði. „Ef hér yrði nauðgun yrði það jafnvel endirinn á Mýrarboltanum.“ Mýrarflákinn er einstaklega ánægður með hvernig helgin hefur tekist til fram að þessu. „Við viljum þakka Veðurstofunni stuðninginn,“ segir hann og hlær. En veðrið hefur leikið við keppendur og gesti Mýrarboltans. Að sögn Jóns Páls hefur það sjaldan verið jafngott.
Mýrarboltinn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira