Ökklabrotnaði í gúmmítúttum í Eyjum: „Ég þurfti að hringja í 112 í brekkunni“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. ágúst 2014 10:40 Elísabet Karen Magnúsdóttir meiddist illa í Eyjum. Mynd/einkasafn Elísabet Karen Magnúsdóttir vonast til þess að reynsla hennar verði til þess að aðrir fari ekki í gúmmítúttum á Þjóðhátíð í Eyjum. Elísabet var gestur á Þjóðhátíð, sem fór fram um helgina, en kom heim talsvert fyrr en hún átti að koma heim, því að hún rann til brekkunni í Herjólfsdal og ökklabrotnaði. „Já, ég var að ganga þarna um á laugardagskvöldinu og það var auðvitað frekar hált þarna, því brekkan var blaut. Síðan rann ég svoleiðis og datt á hausinn. Þegar ég rann tókst mér að snúa einhvernveginn upp á ökklann og fann strax sársauka," rifjar Elísabet upp og heldur áfram:Hér má sjá umbúðirnar sem Elísabet er í.Mynd/einkasafn„Ég gat bara ekki með nokkru móti staðið upp. Þannig að ég þurfti að ég þurfti að hringja í 112 í brekkunni." Sjúkraflutningamenn komu og sóttu Elísabetu og fóru með hana í sjúkratjaldið sem var þarna skammt frá. „Þar var reynt að meta á mér fótinn og var grunur um að ég væri ökklabrotin. Ég þurfti að fara heim á sunnudeginum og þá kom í ljós að ég var ökklabrotin og með slitin liðbönd," útskýrir Elísabet. Hún þurfti að gangast undir aðgerð á sunnudeginum og liggur enn á Landspítalanum. „Ég þurfti að fá plötur í ökklann. Ég vonast til að komast heim sem fyrst, en það gæti verið að það verði ekki fyrr en á morgun. Þetta er auðvitað alveg hrikalegt. Ég verð frá í sex vikur," segir hún. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er Elísabet með umbúðir langt upp fótlegginn Þrátt fyrir áfallið segist Elísabet hafa skemmt sér rosalega vel á Þjóðhátíð. „Þetta var ógeðslega gaman. Ég sé alls ekki eftir ferðinni."Hefur þú í hyggju að fara aftur á Þjóðhátíð? „Já, algjörlega. Ég skelli mér bara strax á næsta ári," svarar hún með gleðitón í röddinni. En Elísabet vonast samt til þess að aðrir læri af hennar reynslu. „Ég vil bara koma í veg fyrir að fólk verði í gúmmítúttum í brekkunni. Ef ég hefði verið í gönguskóm hefði ég líklega ekki runnið. Stuðningurinn við ökklann er náttúrulega enginn í gúmmítúttum. Eins ég segi; ég vona að fólk fari bara ekkert í gúmmitúttum í brekkuna." Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Elísabet Karen Magnúsdóttir vonast til þess að reynsla hennar verði til þess að aðrir fari ekki í gúmmítúttum á Þjóðhátíð í Eyjum. Elísabet var gestur á Þjóðhátíð, sem fór fram um helgina, en kom heim talsvert fyrr en hún átti að koma heim, því að hún rann til brekkunni í Herjólfsdal og ökklabrotnaði. „Já, ég var að ganga þarna um á laugardagskvöldinu og það var auðvitað frekar hált þarna, því brekkan var blaut. Síðan rann ég svoleiðis og datt á hausinn. Þegar ég rann tókst mér að snúa einhvernveginn upp á ökklann og fann strax sársauka," rifjar Elísabet upp og heldur áfram:Hér má sjá umbúðirnar sem Elísabet er í.Mynd/einkasafn„Ég gat bara ekki með nokkru móti staðið upp. Þannig að ég þurfti að ég þurfti að hringja í 112 í brekkunni." Sjúkraflutningamenn komu og sóttu Elísabetu og fóru með hana í sjúkratjaldið sem var þarna skammt frá. „Þar var reynt að meta á mér fótinn og var grunur um að ég væri ökklabrotin. Ég þurfti að fara heim á sunnudeginum og þá kom í ljós að ég var ökklabrotin og með slitin liðbönd," útskýrir Elísabet. Hún þurfti að gangast undir aðgerð á sunnudeginum og liggur enn á Landspítalanum. „Ég þurfti að fá plötur í ökklann. Ég vonast til að komast heim sem fyrst, en það gæti verið að það verði ekki fyrr en á morgun. Þetta er auðvitað alveg hrikalegt. Ég verð frá í sex vikur," segir hún. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er Elísabet með umbúðir langt upp fótlegginn Þrátt fyrir áfallið segist Elísabet hafa skemmt sér rosalega vel á Þjóðhátíð. „Þetta var ógeðslega gaman. Ég sé alls ekki eftir ferðinni."Hefur þú í hyggju að fara aftur á Þjóðhátíð? „Já, algjörlega. Ég skelli mér bara strax á næsta ári," svarar hún með gleðitón í röddinni. En Elísabet vonast samt til þess að aðrir læri af hennar reynslu. „Ég vil bara koma í veg fyrir að fólk verði í gúmmítúttum í brekkunni. Ef ég hefði verið í gönguskóm hefði ég líklega ekki runnið. Stuðningurinn við ökklann er náttúrulega enginn í gúmmítúttum. Eins ég segi; ég vona að fólk fari bara ekkert í gúmmitúttum í brekkuna."
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira