Vopnahlé á Gasa heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2014 10:23 Palestínsk fjölskylda keyrir hjá eyðilögðum heimilum með eigur sínar. Vísir/AP Vopnahlé á milli Hamas-samtakanna og Ísraelshers, sem batt enda á mánaðarlangt stríð á Gasasvæðinu, hefur enn ekki verið rofið. Nú hefur það staðið yfir í tvo daga. Sendinefndir Ísraels og Palestínu eru nú i Kaíró í Egyptalandi, til viðræðna um langvarandi friðarsamkomulag. AP fréttaveitan segir að næstu daga muni sáttasemjarar Egypta reyna að sætta sendinefndir Palestínumanna og Ísraela. Sendinefnd Palestínumanna er sögð skipuð aðilum úr öllum áhrifahópum í Palestínu, þar á meðal Hamas-samtakanna. Ekki hefur verið gefið út hverjir skipi sendinefnd Ísraela. Talið er að Hamas muni meðal annars fara fram á alþjóðlega fjármögnun endurbyggingar Gasasvæðisins, sem yrði í umsjón palestínskra stjórnvalda sem leidd yrðu af Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu. Nærri því 1.900 Palestínumenn hafa fallið í stríðinu og 67 Ísraelar, þar af þrír borgarar. Þetta er lengsta hlé á átökum síðan stríðið hófst þann 8. júlí. Íbúar Gasa hafa snúið aftur til heimila sinna, sem mörg hver eru í rúst, síðan vopnahléið tók gildi. Þá hafa bílar og asnar hlaðnir heimilisvörum, birgðum og mat verið áberandi á götum borgarinnar. Langar raðir mynduðust við banka þar sem fólk beið eftir því að geta tekið út peninga. Smiðurinn Mahmoud Al Maghani ræddi við fréttaritara AP eftir að hann sneri aftur til að skoða verkstæði sitt. „Ég held að verkstæðið hafi verið hér, en í sannleika sagt get ég ekki verið viss. Ég kom í gær og það eina sem ég fann var rústir.“ Gasa Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Vopnahlé á milli Hamas-samtakanna og Ísraelshers, sem batt enda á mánaðarlangt stríð á Gasasvæðinu, hefur enn ekki verið rofið. Nú hefur það staðið yfir í tvo daga. Sendinefndir Ísraels og Palestínu eru nú i Kaíró í Egyptalandi, til viðræðna um langvarandi friðarsamkomulag. AP fréttaveitan segir að næstu daga muni sáttasemjarar Egypta reyna að sætta sendinefndir Palestínumanna og Ísraela. Sendinefnd Palestínumanna er sögð skipuð aðilum úr öllum áhrifahópum í Palestínu, þar á meðal Hamas-samtakanna. Ekki hefur verið gefið út hverjir skipi sendinefnd Ísraela. Talið er að Hamas muni meðal annars fara fram á alþjóðlega fjármögnun endurbyggingar Gasasvæðisins, sem yrði í umsjón palestínskra stjórnvalda sem leidd yrðu af Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu. Nærri því 1.900 Palestínumenn hafa fallið í stríðinu og 67 Ísraelar, þar af þrír borgarar. Þetta er lengsta hlé á átökum síðan stríðið hófst þann 8. júlí. Íbúar Gasa hafa snúið aftur til heimila sinna, sem mörg hver eru í rúst, síðan vopnahléið tók gildi. Þá hafa bílar og asnar hlaðnir heimilisvörum, birgðum og mat verið áberandi á götum borgarinnar. Langar raðir mynduðust við banka þar sem fólk beið eftir því að geta tekið út peninga. Smiðurinn Mahmoud Al Maghani ræddi við fréttaritara AP eftir að hann sneri aftur til að skoða verkstæði sitt. „Ég held að verkstæðið hafi verið hér, en í sannleika sagt get ég ekki verið viss. Ég kom í gær og það eina sem ég fann var rústir.“
Gasa Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira