Obama íhugar beitingu loftárása gegn íslamistum í Írak Atli Ísleifsson skrifar 7. ágúst 2014 23:17 Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði "mannúðlegt stórslys“ vera í uppsiglingu í Írak. Vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti íhugar nú beitingu loftárása til að stemma stigu við sókn íslamistasamtakanna IS í Írak. Samtökin gengu áður undir nefninu ISIS. Samtökin hafa náð tökum á fjölda borga í norðurhluta Íraks og Sýrlandi og lýst yfir stofnun sérstaks íslamsks ríkis. Á vef sænska ríkissjónvarpsins segir að komi til þátttöku Bandaríkjahers, sé líklegt að sú þátttaka muni ekki einungis snúast um að ráðast á hernaðarlega mikilvæg skotmörk, heldur einnig að koma nauðþurftum til fólks sem hefur þurft að flýja til Sinjar-fjalla í norðurhluta Íraks vegna framgöngu IS-liða. Þetta er haft eftir heimildarmönnum New York Times. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi fyrr í kvöld árásir IS-liða á trúarlega minnihlutahópa í Írak, en boðað var til neyðarfundar vegna ástandsins í Írak fyrr í dag. Höfðu þá borist fréttir af því að IS-liðar höfðu náð tökum á bænum Qaraqosh þar sem fjöldi kristinna hafast við og ítök eru meiri en víðast hvar annars staðar í landinu. Francois Hollande Frakklandsforseti hefur boðist til að veita þeim öflum sem berjast gegn IS í Írak liðsinni Frakka. Komu skilaboðin í kjölfar samtals Hollande og Massoud Barzani, forseta heimastjórnar Kúrda í norðurhluta Íraks. Liðsmenn IS hafa sótt mikið fram að undanförnu, fyrst og fremst í norðvesturhluta Íraks þar sem þeir hafa náð Mosul, næststærstu borg landsins, á sitt vald. Stjórn IS-samtakanna byggir á mjög íhaldssamri túlkun á íslam sem hefur nú leitt til þess að 200 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín síðustu daga. Obama hefur áður útilokað að senda bandaríska hermenn til Íraks og að sögn Josh Earnes, talsmanns Obama, þá heldur forsetinn fast í þá skoðun. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti íhugar nú beitingu loftárása til að stemma stigu við sókn íslamistasamtakanna IS í Írak. Samtökin gengu áður undir nefninu ISIS. Samtökin hafa náð tökum á fjölda borga í norðurhluta Íraks og Sýrlandi og lýst yfir stofnun sérstaks íslamsks ríkis. Á vef sænska ríkissjónvarpsins segir að komi til þátttöku Bandaríkjahers, sé líklegt að sú þátttaka muni ekki einungis snúast um að ráðast á hernaðarlega mikilvæg skotmörk, heldur einnig að koma nauðþurftum til fólks sem hefur þurft að flýja til Sinjar-fjalla í norðurhluta Íraks vegna framgöngu IS-liða. Þetta er haft eftir heimildarmönnum New York Times. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi fyrr í kvöld árásir IS-liða á trúarlega minnihlutahópa í Írak, en boðað var til neyðarfundar vegna ástandsins í Írak fyrr í dag. Höfðu þá borist fréttir af því að IS-liðar höfðu náð tökum á bænum Qaraqosh þar sem fjöldi kristinna hafast við og ítök eru meiri en víðast hvar annars staðar í landinu. Francois Hollande Frakklandsforseti hefur boðist til að veita þeim öflum sem berjast gegn IS í Írak liðsinni Frakka. Komu skilaboðin í kjölfar samtals Hollande og Massoud Barzani, forseta heimastjórnar Kúrda í norðurhluta Íraks. Liðsmenn IS hafa sótt mikið fram að undanförnu, fyrst og fremst í norðvesturhluta Íraks þar sem þeir hafa náð Mosul, næststærstu borg landsins, á sitt vald. Stjórn IS-samtakanna byggir á mjög íhaldssamri túlkun á íslam sem hefur nú leitt til þess að 200 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín síðustu daga. Obama hefur áður útilokað að senda bandaríska hermenn til Íraks og að sögn Josh Earnes, talsmanns Obama, þá heldur forsetinn fast í þá skoðun.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira