Obama íhugar beitingu loftárása gegn íslamistum í Írak Atli Ísleifsson skrifar 7. ágúst 2014 23:17 Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði "mannúðlegt stórslys“ vera í uppsiglingu í Írak. Vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti íhugar nú beitingu loftárása til að stemma stigu við sókn íslamistasamtakanna IS í Írak. Samtökin gengu áður undir nefninu ISIS. Samtökin hafa náð tökum á fjölda borga í norðurhluta Íraks og Sýrlandi og lýst yfir stofnun sérstaks íslamsks ríkis. Á vef sænska ríkissjónvarpsins segir að komi til þátttöku Bandaríkjahers, sé líklegt að sú þátttaka muni ekki einungis snúast um að ráðast á hernaðarlega mikilvæg skotmörk, heldur einnig að koma nauðþurftum til fólks sem hefur þurft að flýja til Sinjar-fjalla í norðurhluta Íraks vegna framgöngu IS-liða. Þetta er haft eftir heimildarmönnum New York Times. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi fyrr í kvöld árásir IS-liða á trúarlega minnihlutahópa í Írak, en boðað var til neyðarfundar vegna ástandsins í Írak fyrr í dag. Höfðu þá borist fréttir af því að IS-liðar höfðu náð tökum á bænum Qaraqosh þar sem fjöldi kristinna hafast við og ítök eru meiri en víðast hvar annars staðar í landinu. Francois Hollande Frakklandsforseti hefur boðist til að veita þeim öflum sem berjast gegn IS í Írak liðsinni Frakka. Komu skilaboðin í kjölfar samtals Hollande og Massoud Barzani, forseta heimastjórnar Kúrda í norðurhluta Íraks. Liðsmenn IS hafa sótt mikið fram að undanförnu, fyrst og fremst í norðvesturhluta Íraks þar sem þeir hafa náð Mosul, næststærstu borg landsins, á sitt vald. Stjórn IS-samtakanna byggir á mjög íhaldssamri túlkun á íslam sem hefur nú leitt til þess að 200 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín síðustu daga. Obama hefur áður útilokað að senda bandaríska hermenn til Íraks og að sögn Josh Earnes, talsmanns Obama, þá heldur forsetinn fast í þá skoðun. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti íhugar nú beitingu loftárása til að stemma stigu við sókn íslamistasamtakanna IS í Írak. Samtökin gengu áður undir nefninu ISIS. Samtökin hafa náð tökum á fjölda borga í norðurhluta Íraks og Sýrlandi og lýst yfir stofnun sérstaks íslamsks ríkis. Á vef sænska ríkissjónvarpsins segir að komi til þátttöku Bandaríkjahers, sé líklegt að sú þátttaka muni ekki einungis snúast um að ráðast á hernaðarlega mikilvæg skotmörk, heldur einnig að koma nauðþurftum til fólks sem hefur þurft að flýja til Sinjar-fjalla í norðurhluta Íraks vegna framgöngu IS-liða. Þetta er haft eftir heimildarmönnum New York Times. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi fyrr í kvöld árásir IS-liða á trúarlega minnihlutahópa í Írak, en boðað var til neyðarfundar vegna ástandsins í Írak fyrr í dag. Höfðu þá borist fréttir af því að IS-liðar höfðu náð tökum á bænum Qaraqosh þar sem fjöldi kristinna hafast við og ítök eru meiri en víðast hvar annars staðar í landinu. Francois Hollande Frakklandsforseti hefur boðist til að veita þeim öflum sem berjast gegn IS í Írak liðsinni Frakka. Komu skilaboðin í kjölfar samtals Hollande og Massoud Barzani, forseta heimastjórnar Kúrda í norðurhluta Íraks. Liðsmenn IS hafa sótt mikið fram að undanförnu, fyrst og fremst í norðvesturhluta Íraks þar sem þeir hafa náð Mosul, næststærstu borg landsins, á sitt vald. Stjórn IS-samtakanna byggir á mjög íhaldssamri túlkun á íslam sem hefur nú leitt til þess að 200 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín síðustu daga. Obama hefur áður útilokað að senda bandaríska hermenn til Íraks og að sögn Josh Earnes, talsmanns Obama, þá heldur forsetinn fast í þá skoðun.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira