Erlent

Tveggja ára stúlka stungin til bana í Osló

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveggja ára stúlka var stungin til bana í Ellingsrud í Osló í dag og þrír eru alvarlega særðir. Þar af tvær konur úr sömu fjölskyldu og stúlkan. Samkvæmt frétt á vef Aftenposten hefur 30 ára karlmaður verið handtekinn grunaður um verknaðinn og kærður fyrir morð, en annar einstaklingur liggur einnig undir grun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni gerðist þetta í átökum fjölskyldu sem hið minnsta tíu manns tóku þátt í. Lögreglan lagði meðal annars hald á hnífa og loftbyssu.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir stúlkuna dána á lóðinni fyrir framan fjölbýlishúsið þar sem átökin áttu sér stað. Íbúar í húsinu urðu varir við mikil læti fyrir utan þar sem tveir menn rifust heiftarlega. Ein kona segir Aftenposten að þegar hún hafi komið út á svalir hafi hún séð jörðina ataða blóði og konu haldandi á blóðugu barninu.

Á blaðamannafundi lögreglunnar í dag kom í ljós að 35 ára maður væri einnig grunaður um aðild að morðinu, en óljóst sé hvort hann verði ákærður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×