Erlent

Bílasprengja við þinghúsið í Sómalíu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Fjórir hinna látnu voru lögreglumenn.
Fjórir hinna látnu voru lögreglumenn. vísir/afp
Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir að bílasprengja sprakk við þinghúsið í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu í morgun. Mikil skothríð upphófst í kjölfar sprengingarinnar. Talið er að herskáir íslamistar úr hryðjuverkahópnum al-Shabab séu ábyrgir fyrir árásinni. BBC greinir frá.

Al-Shabab er íslamskur öfgahópur með tengsl við Al-Kaída en herinn í Sómalíu hefur barist við íslamska öfgahópa og hefur herinn í Kenía einnig tekið þátt í þeirri baráttu í Sómalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×