Erlent

Faðir litlu stúlkunnar neitar að hafa orðið henni að bana

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Faðir stúlkunnar sem stungin var til bana í Ellingsrud í Osló í gær neitar að hafa myrt dóttur sína. Hann var handtekinn grunaður um morðið og var yfirheyrður af lögreglu í dag. Verjandi mannsins staðfestir þetta. Hann sat yfirheyrslur lögreglu í um tvo klukkutíma og verður yfirheyrður aftur á morgun.

Faðirinn er 35 ára gamall og frá Afganistan og höfðu norsk yfirvöld ákveðið að senda hann úr landi í febrúar í fyrra. Að sögn verjanda hans verður maðurinn látinn sæta geðrannsókn.

Til átaka kom fyrir utan fjölbýlishús og tóku að minnsta kosti tíu manns þátt í þeim. Stúlkan var látin á lóðinni fyrir utan húsið þegar lögreglan kom á vettvang. Móðir hennar, amma og frændi særðust í átökunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×