Nauðsynlegt að vera vakandi yfir ebólusmiti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2014 14:11 vísir/afp/anton brink Versti ebólafaraldur sögunnar geisar nú í Vestur-Afríku og hafa hátt í sjö hundruð manns látist af hans völdum. Leiðtogar víðs vegar um heiminn hafa lýst yfir áhyggjum vegna mögulegrar heimsútbreiðslu en Guðrún Sigmundsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, segir ekki miklar líkur á að faraldurinn berist til Íslands. Hér sé þróað heilbrigðiskerfi og auðvelt að koma í veg fyrir hugsanleg smit. Þó sé nauðsynlegt að vera vakandi yfir hugsanlegum smitum. „Þetta er stórmál í þessum löndum. Það eru margir að smitast og veikjast en þar er þetta bara svo allt öðruvísi en hér. Hér eigum við miklu betri möguleika á að stöðva smit,“ segir Guðrún. Ebólan smitast einungis með snertismiti, þ.e komist fólk í snertingu við líkamsvessa af einhverju tagi. Ebólan er það banvæn að hún nánast lokar fyrir smitleiðir þar sem sextíu til níutíu prósent smitaðra eru látnir átta til tólf dögum eftir smit. Meðgöngutíminn getur verið hátt í þrjár vikur og er fólk einkennalaust á meðan þeim tíma stendur. Búið er að grípa til aukinna ráðstafanna á alþjóðaflugvöllum á nokkrum stöðum í Afríku, en Guðrún segir þess ekki þurfa á Keflavíkurflugvelli. Litlar líkur séu á að hinn almenni ferðamaður veikist. „Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ekki mælt með neinu slíku og við fylgjum því sem þeir segja. Það þarf kannski að vera meira vakandi yfir, og bregðast við, ef svo vildi til að einhver kæmi hingað veikur. En líkur á að venjulegir ferðamenn veikist eru litlar,“ segir Guðrún. Til að smitast af ebólu þarf meðal annars að komast í beina snertingu við blóð eða aðra líkamsvessa frá einstaklingi sem er með einkenni ebólusýkingar eða er látinn af völdum hennar. Einnig með snertingu við lifandi eða dauð villt dýr og óvörðum kynmökum við einstakling með ebólusýkingu. Helstu einkenni eru hefðbundin flensueinkenni og fylgja þessu oft uppköst, niðurgangur og útbrot. Loks eru það skemmdir í milta, nýrum og lungum og rauð útbrot fara að myndast. Þá blæðir loks úr flestum líkamsopum. Engin sértæk meðferð eða bóluefni er til við sjúkdómnum og miðar meðferðin að því að draga úr einkennum. „Við getum þó aldrei útilokað að veikir einstaklingar komi hingað til lands. Af því að þetta er svo alvarlegt þá þarf að vera vakandi. Því var sendur út tölvupóstur á heilbrigðisþjónustu auk þess sem við birtum reglulega fréttir á heimasíðunni okkar,“ segir Guðrún að lokum. Tengdar fréttir Landamærum lokað til að hefta útbreiðslu Ebólunnar Samkomur hafa verið bannaðar og samfélög einangruð til að reyna að stemma stigu við sjúkdómnum sem hefur dregið um 700 manns til dauða á árinu. 28. júlí 2014 16:26 Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58 Ebóla berst til Nígeríu Stjórnvöld í Nígeríu hafa staðfest að líberskur maður hefði látist úr Ebóluveiru þar í landi, fjölmennasta ríki í Afríku. 25. júlí 2014 22:07 Hætta ferðamanna á smiti hverfandi Ekkert lát er á sýkingahrinunni af völdum ebólaveiru sem hófst í Gíneu í byrjun febrúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins. 31. júlí 2014 07:00 Tveir Bandaríkjamenn greinast með Ebóla Fjölmargir læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem vinna að meðhöndlun ebólufaraldursins í Vestur-Afríku hafa greinst með veiruna. 27. júlí 2014 00:01 Maðurinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu sýktist sjálfur Litið er á Sheik Umar Khan sem þjóðarhetju í Síerra Leóne vegna framlags hans til læknavísindanna. 23. júlí 2014 21:44 Yfirvöld í Nígeríu einangra spítala í sóttkví Ebóla-veiran skilur eftir sig sviðna jörð í Afríku. 29. júlí 2014 11:15 Bretar óttast ebólufaraldur Ebólaveira er alvarleg ógn við Bretland að sögn Philip Hammond, utanríkisráðherra landsins. 30. júlí 2014 13:20 Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir Yfirvöld í Nígeríu hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi eftir að karlmaður frá Líberíu lést úr ebólu þar í landi í vikunni. 26. júlí 2014 16:40 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
Versti ebólafaraldur sögunnar geisar nú í Vestur-Afríku og hafa hátt í sjö hundruð manns látist af hans völdum. Leiðtogar víðs vegar um heiminn hafa lýst yfir áhyggjum vegna mögulegrar heimsútbreiðslu en Guðrún Sigmundsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, segir ekki miklar líkur á að faraldurinn berist til Íslands. Hér sé þróað heilbrigðiskerfi og auðvelt að koma í veg fyrir hugsanleg smit. Þó sé nauðsynlegt að vera vakandi yfir hugsanlegum smitum. „Þetta er stórmál í þessum löndum. Það eru margir að smitast og veikjast en þar er þetta bara svo allt öðruvísi en hér. Hér eigum við miklu betri möguleika á að stöðva smit,“ segir Guðrún. Ebólan smitast einungis með snertismiti, þ.e komist fólk í snertingu við líkamsvessa af einhverju tagi. Ebólan er það banvæn að hún nánast lokar fyrir smitleiðir þar sem sextíu til níutíu prósent smitaðra eru látnir átta til tólf dögum eftir smit. Meðgöngutíminn getur verið hátt í þrjár vikur og er fólk einkennalaust á meðan þeim tíma stendur. Búið er að grípa til aukinna ráðstafanna á alþjóðaflugvöllum á nokkrum stöðum í Afríku, en Guðrún segir þess ekki þurfa á Keflavíkurflugvelli. Litlar líkur séu á að hinn almenni ferðamaður veikist. „Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ekki mælt með neinu slíku og við fylgjum því sem þeir segja. Það þarf kannski að vera meira vakandi yfir, og bregðast við, ef svo vildi til að einhver kæmi hingað veikur. En líkur á að venjulegir ferðamenn veikist eru litlar,“ segir Guðrún. Til að smitast af ebólu þarf meðal annars að komast í beina snertingu við blóð eða aðra líkamsvessa frá einstaklingi sem er með einkenni ebólusýkingar eða er látinn af völdum hennar. Einnig með snertingu við lifandi eða dauð villt dýr og óvörðum kynmökum við einstakling með ebólusýkingu. Helstu einkenni eru hefðbundin flensueinkenni og fylgja þessu oft uppköst, niðurgangur og útbrot. Loks eru það skemmdir í milta, nýrum og lungum og rauð útbrot fara að myndast. Þá blæðir loks úr flestum líkamsopum. Engin sértæk meðferð eða bóluefni er til við sjúkdómnum og miðar meðferðin að því að draga úr einkennum. „Við getum þó aldrei útilokað að veikir einstaklingar komi hingað til lands. Af því að þetta er svo alvarlegt þá þarf að vera vakandi. Því var sendur út tölvupóstur á heilbrigðisþjónustu auk þess sem við birtum reglulega fréttir á heimasíðunni okkar,“ segir Guðrún að lokum.
Tengdar fréttir Landamærum lokað til að hefta útbreiðslu Ebólunnar Samkomur hafa verið bannaðar og samfélög einangruð til að reyna að stemma stigu við sjúkdómnum sem hefur dregið um 700 manns til dauða á árinu. 28. júlí 2014 16:26 Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58 Ebóla berst til Nígeríu Stjórnvöld í Nígeríu hafa staðfest að líberskur maður hefði látist úr Ebóluveiru þar í landi, fjölmennasta ríki í Afríku. 25. júlí 2014 22:07 Hætta ferðamanna á smiti hverfandi Ekkert lát er á sýkingahrinunni af völdum ebólaveiru sem hófst í Gíneu í byrjun febrúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins. 31. júlí 2014 07:00 Tveir Bandaríkjamenn greinast með Ebóla Fjölmargir læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem vinna að meðhöndlun ebólufaraldursins í Vestur-Afríku hafa greinst með veiruna. 27. júlí 2014 00:01 Maðurinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu sýktist sjálfur Litið er á Sheik Umar Khan sem þjóðarhetju í Síerra Leóne vegna framlags hans til læknavísindanna. 23. júlí 2014 21:44 Yfirvöld í Nígeríu einangra spítala í sóttkví Ebóla-veiran skilur eftir sig sviðna jörð í Afríku. 29. júlí 2014 11:15 Bretar óttast ebólufaraldur Ebólaveira er alvarleg ógn við Bretland að sögn Philip Hammond, utanríkisráðherra landsins. 30. júlí 2014 13:20 Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir Yfirvöld í Nígeríu hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi eftir að karlmaður frá Líberíu lést úr ebólu þar í landi í vikunni. 26. júlí 2014 16:40 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
Landamærum lokað til að hefta útbreiðslu Ebólunnar Samkomur hafa verið bannaðar og samfélög einangruð til að reyna að stemma stigu við sjúkdómnum sem hefur dregið um 700 manns til dauða á árinu. 28. júlí 2014 16:26
Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58
Ebóla berst til Nígeríu Stjórnvöld í Nígeríu hafa staðfest að líberskur maður hefði látist úr Ebóluveiru þar í landi, fjölmennasta ríki í Afríku. 25. júlí 2014 22:07
Hætta ferðamanna á smiti hverfandi Ekkert lát er á sýkingahrinunni af völdum ebólaveiru sem hófst í Gíneu í byrjun febrúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins. 31. júlí 2014 07:00
Tveir Bandaríkjamenn greinast með Ebóla Fjölmargir læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem vinna að meðhöndlun ebólufaraldursins í Vestur-Afríku hafa greinst með veiruna. 27. júlí 2014 00:01
Maðurinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu sýktist sjálfur Litið er á Sheik Umar Khan sem þjóðarhetju í Síerra Leóne vegna framlags hans til læknavísindanna. 23. júlí 2014 21:44
Yfirvöld í Nígeríu einangra spítala í sóttkví Ebóla-veiran skilur eftir sig sviðna jörð í Afríku. 29. júlí 2014 11:15
Bretar óttast ebólufaraldur Ebólaveira er alvarleg ógn við Bretland að sögn Philip Hammond, utanríkisráðherra landsins. 30. júlí 2014 13:20
Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir Yfirvöld í Nígeríu hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi eftir að karlmaður frá Líberíu lést úr ebólu þar í landi í vikunni. 26. júlí 2014 16:40