Hamingjan fólgin í Noregi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2014 14:12 Gunnar Smári leggur meðal annars til að forsetaembættið verði lagt niður, fylkisstjóri verði við völd hér á landi og íslenski fáninn verði að fylkisfána. Rúmlega þúsund manns hafa gengið í Fylkisflokkinn, hóp á Facebook, sem vill að Ísland sameinist Noregi á ný og verði tuttugasta fylki Noregs. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, er stofnandi hópsins. Gunnar Smári segir hamingju Íslendinga fólgna í þeim tækifærum sem norska ríkið hefur upp á að bjóða, en til að hugmyndin verði að veruleika þurfi bylting að eiga sér stað. Stofna þurfi flokk með það að markmiði að koma Íslandi inn í Noreg. „Hugmyndin er að Ísland horfist í augu við það að þessi tilraun með að reka hér örríki hefur ekki gengið og það er ekki beint bjart framundan að það verði einhver vendipunktur í því. Það er frekar að við séum að súpa seiðið af því næstu ár og áratugi. Við erum lokað land, erum í gjaldeyrishöftum með ónýta krónu. Ungt fólk er að flýja land,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi.Þungar byrðar Íslendinga „Losnum bara við ruglið. Pældu í því að vera Íslendingur og losna við þær byrðar sem þú þarft að bera til að hafa þessa heimskulegu ríkisstjórn og þessa heimskulegu hugmynd, um að við, 330 þúsund manns, eigum að vera með fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, matvælaeftirlitinu og lyfjaeftirlitinu. Alla þessa skriffinsku og taka ákvarðanir um allt og allt. Pínulítið fylki, eða pínulítið úthverfi að hegða sér eins og heilt ríki er í sjálfu sér geggjuð hugmynd.“Olíusjóðurinn tryggi góðan ellilífeyri Gunnar telur mikil tækifæri felast í sameiningunni, til að mynda færi á þjóðnýtingu íslensku lífeyrissjóðanna. Þar tryggi norski olíusjóðurinn landsmönnum sómasamlegan ellilífeyri og að þá sé hægt að greiða niður skuldir fylkisins áður en eignir sjóðanna brenni upp. „Við tökum upp norsku krónuna, þar sem íslensku krónuna er ekki hægt að kalla gjaldmiðil. Það er hvergi hægt að nota hana.“ Þá segir hann að nái hugmyndin fram að ganga þá fái Ísland fimmtán menn á norska þingið og verði þar með fjórða stærsta fylkið. „Reykjavík yrði þriðja stærsta borgin og þar með geta Íslendingar haft meiri áhrif á aðstæður og umheiminn. Við erum bara sjálfstæð í orði en erum algjörlega ófær um að verja okkur í háskalegum heimi.“ Hann segir að forsetaembættið yrði lagt niður og að fylkisstjóri yrði við völd. Þá yrði norska krónan tekin upp og íslenski fáninn yrði að fylkisfána. „Þetta er besta leiðin að hamingju okkar. Frekar heldur en að fórna öllu til þess að halda hér uppi skipulagi sem milljónaþjóðir eiga meira að segja erfitt með.“En hvert er þá næsta skref? „Fyrst þarf að skapa umræðu. Hún þarf að venjast og svo er hægt að hugsa þetta lengra,“ segir Gunnar Smári að lokum.Gunnar Smári mætti einnig í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu og ræddi málið þar. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum efst í fréttinni og á útvarpssíðu Vísis. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Rúmlega þúsund manns hafa gengið í Fylkisflokkinn, hóp á Facebook, sem vill að Ísland sameinist Noregi á ný og verði tuttugasta fylki Noregs. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, er stofnandi hópsins. Gunnar Smári segir hamingju Íslendinga fólgna í þeim tækifærum sem norska ríkið hefur upp á að bjóða, en til að hugmyndin verði að veruleika þurfi bylting að eiga sér stað. Stofna þurfi flokk með það að markmiði að koma Íslandi inn í Noreg. „Hugmyndin er að Ísland horfist í augu við það að þessi tilraun með að reka hér örríki hefur ekki gengið og það er ekki beint bjart framundan að það verði einhver vendipunktur í því. Það er frekar að við séum að súpa seiðið af því næstu ár og áratugi. Við erum lokað land, erum í gjaldeyrishöftum með ónýta krónu. Ungt fólk er að flýja land,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi.Þungar byrðar Íslendinga „Losnum bara við ruglið. Pældu í því að vera Íslendingur og losna við þær byrðar sem þú þarft að bera til að hafa þessa heimskulegu ríkisstjórn og þessa heimskulegu hugmynd, um að við, 330 þúsund manns, eigum að vera með fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, matvælaeftirlitinu og lyfjaeftirlitinu. Alla þessa skriffinsku og taka ákvarðanir um allt og allt. Pínulítið fylki, eða pínulítið úthverfi að hegða sér eins og heilt ríki er í sjálfu sér geggjuð hugmynd.“Olíusjóðurinn tryggi góðan ellilífeyri Gunnar telur mikil tækifæri felast í sameiningunni, til að mynda færi á þjóðnýtingu íslensku lífeyrissjóðanna. Þar tryggi norski olíusjóðurinn landsmönnum sómasamlegan ellilífeyri og að þá sé hægt að greiða niður skuldir fylkisins áður en eignir sjóðanna brenni upp. „Við tökum upp norsku krónuna, þar sem íslensku krónuna er ekki hægt að kalla gjaldmiðil. Það er hvergi hægt að nota hana.“ Þá segir hann að nái hugmyndin fram að ganga þá fái Ísland fimmtán menn á norska þingið og verði þar með fjórða stærsta fylkið. „Reykjavík yrði þriðja stærsta borgin og þar með geta Íslendingar haft meiri áhrif á aðstæður og umheiminn. Við erum bara sjálfstæð í orði en erum algjörlega ófær um að verja okkur í háskalegum heimi.“ Hann segir að forsetaembættið yrði lagt niður og að fylkisstjóri yrði við völd. Þá yrði norska krónan tekin upp og íslenski fáninn yrði að fylkisfána. „Þetta er besta leiðin að hamingju okkar. Frekar heldur en að fórna öllu til þess að halda hér uppi skipulagi sem milljónaþjóðir eiga meira að segja erfitt með.“En hvert er þá næsta skref? „Fyrst þarf að skapa umræðu. Hún þarf að venjast og svo er hægt að hugsa þetta lengra,“ segir Gunnar Smári að lokum.Gunnar Smári mætti einnig í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu og ræddi málið þar. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum efst í fréttinni og á útvarpssíðu Vísis.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira