Hamingjan fólgin í Noregi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2014 14:12 Gunnar Smári leggur meðal annars til að forsetaembættið verði lagt niður, fylkisstjóri verði við völd hér á landi og íslenski fáninn verði að fylkisfána. Rúmlega þúsund manns hafa gengið í Fylkisflokkinn, hóp á Facebook, sem vill að Ísland sameinist Noregi á ný og verði tuttugasta fylki Noregs. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, er stofnandi hópsins. Gunnar Smári segir hamingju Íslendinga fólgna í þeim tækifærum sem norska ríkið hefur upp á að bjóða, en til að hugmyndin verði að veruleika þurfi bylting að eiga sér stað. Stofna þurfi flokk með það að markmiði að koma Íslandi inn í Noreg. „Hugmyndin er að Ísland horfist í augu við það að þessi tilraun með að reka hér örríki hefur ekki gengið og það er ekki beint bjart framundan að það verði einhver vendipunktur í því. Það er frekar að við séum að súpa seiðið af því næstu ár og áratugi. Við erum lokað land, erum í gjaldeyrishöftum með ónýta krónu. Ungt fólk er að flýja land,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi.Þungar byrðar Íslendinga „Losnum bara við ruglið. Pældu í því að vera Íslendingur og losna við þær byrðar sem þú þarft að bera til að hafa þessa heimskulegu ríkisstjórn og þessa heimskulegu hugmynd, um að við, 330 þúsund manns, eigum að vera með fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, matvælaeftirlitinu og lyfjaeftirlitinu. Alla þessa skriffinsku og taka ákvarðanir um allt og allt. Pínulítið fylki, eða pínulítið úthverfi að hegða sér eins og heilt ríki er í sjálfu sér geggjuð hugmynd.“Olíusjóðurinn tryggi góðan ellilífeyri Gunnar telur mikil tækifæri felast í sameiningunni, til að mynda færi á þjóðnýtingu íslensku lífeyrissjóðanna. Þar tryggi norski olíusjóðurinn landsmönnum sómasamlegan ellilífeyri og að þá sé hægt að greiða niður skuldir fylkisins áður en eignir sjóðanna brenni upp. „Við tökum upp norsku krónuna, þar sem íslensku krónuna er ekki hægt að kalla gjaldmiðil. Það er hvergi hægt að nota hana.“ Þá segir hann að nái hugmyndin fram að ganga þá fái Ísland fimmtán menn á norska þingið og verði þar með fjórða stærsta fylkið. „Reykjavík yrði þriðja stærsta borgin og þar með geta Íslendingar haft meiri áhrif á aðstæður og umheiminn. Við erum bara sjálfstæð í orði en erum algjörlega ófær um að verja okkur í háskalegum heimi.“ Hann segir að forsetaembættið yrði lagt niður og að fylkisstjóri yrði við völd. Þá yrði norska krónan tekin upp og íslenski fáninn yrði að fylkisfána. „Þetta er besta leiðin að hamingju okkar. Frekar heldur en að fórna öllu til þess að halda hér uppi skipulagi sem milljónaþjóðir eiga meira að segja erfitt með.“En hvert er þá næsta skref? „Fyrst þarf að skapa umræðu. Hún þarf að venjast og svo er hægt að hugsa þetta lengra,“ segir Gunnar Smári að lokum.Gunnar Smári mætti einnig í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu og ræddi málið þar. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum efst í fréttinni og á útvarpssíðu Vísis. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Sjá meira
Rúmlega þúsund manns hafa gengið í Fylkisflokkinn, hóp á Facebook, sem vill að Ísland sameinist Noregi á ný og verði tuttugasta fylki Noregs. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, er stofnandi hópsins. Gunnar Smári segir hamingju Íslendinga fólgna í þeim tækifærum sem norska ríkið hefur upp á að bjóða, en til að hugmyndin verði að veruleika þurfi bylting að eiga sér stað. Stofna þurfi flokk með það að markmiði að koma Íslandi inn í Noreg. „Hugmyndin er að Ísland horfist í augu við það að þessi tilraun með að reka hér örríki hefur ekki gengið og það er ekki beint bjart framundan að það verði einhver vendipunktur í því. Það er frekar að við séum að súpa seiðið af því næstu ár og áratugi. Við erum lokað land, erum í gjaldeyrishöftum með ónýta krónu. Ungt fólk er að flýja land,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi.Þungar byrðar Íslendinga „Losnum bara við ruglið. Pældu í því að vera Íslendingur og losna við þær byrðar sem þú þarft að bera til að hafa þessa heimskulegu ríkisstjórn og þessa heimskulegu hugmynd, um að við, 330 þúsund manns, eigum að vera með fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, matvælaeftirlitinu og lyfjaeftirlitinu. Alla þessa skriffinsku og taka ákvarðanir um allt og allt. Pínulítið fylki, eða pínulítið úthverfi að hegða sér eins og heilt ríki er í sjálfu sér geggjuð hugmynd.“Olíusjóðurinn tryggi góðan ellilífeyri Gunnar telur mikil tækifæri felast í sameiningunni, til að mynda færi á þjóðnýtingu íslensku lífeyrissjóðanna. Þar tryggi norski olíusjóðurinn landsmönnum sómasamlegan ellilífeyri og að þá sé hægt að greiða niður skuldir fylkisins áður en eignir sjóðanna brenni upp. „Við tökum upp norsku krónuna, þar sem íslensku krónuna er ekki hægt að kalla gjaldmiðil. Það er hvergi hægt að nota hana.“ Þá segir hann að nái hugmyndin fram að ganga þá fái Ísland fimmtán menn á norska þingið og verði þar með fjórða stærsta fylkið. „Reykjavík yrði þriðja stærsta borgin og þar með geta Íslendingar haft meiri áhrif á aðstæður og umheiminn. Við erum bara sjálfstæð í orði en erum algjörlega ófær um að verja okkur í háskalegum heimi.“ Hann segir að forsetaembættið yrði lagt niður og að fylkisstjóri yrði við völd. Þá yrði norska krónan tekin upp og íslenski fáninn yrði að fylkisfána. „Þetta er besta leiðin að hamingju okkar. Frekar heldur en að fórna öllu til þess að halda hér uppi skipulagi sem milljónaþjóðir eiga meira að segja erfitt með.“En hvert er þá næsta skref? „Fyrst þarf að skapa umræðu. Hún þarf að venjast og svo er hægt að hugsa þetta lengra,“ segir Gunnar Smári að lokum.Gunnar Smári mætti einnig í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu og ræddi málið þar. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum efst í fréttinni og á útvarpssíðu Vísis.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Sjá meira