Innlent

Forsætisráðherra segir 99 prósent vera sterakjöt

Gunnar Atli Gunnarsson skrifar
Í setningaræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í í gær vék Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, orðum sínum að áhuga bandaríska verslunarkeðjunnar Costco að opna verslun hér á landi en forsvarsmenn verslunarinnar hafa lýst yfir áhuga á að flytja inn ferskt bandarískt kjöt.

„En 99% af því kjöti sem framleitt er í þessum verksmiðjubúum í Bandaríkjunum er sterakjöt. Sprautað með ýmis konar hormónum, testesteróni og hinu og þessu. Það er mjög óeðlilegt að fóðra þessar skepnur með þessum hætti, þær eru grasbítar. Og afleiðingin er sú að ýmis bakteríumengun, sérstaklega ekólibakteríur, eru í nánast öllum þessum skepnum, langt umfram það sem eðlilegt er. Svo er auðvitað sýklalyfjum dælt út í aumingja skepnurnar, því annars berast alls konar smitsjúkdómar þarna á milli í þessum gríðarstóru verksmiðjubúum,“ sagði Sigmundur Davíð.

Jón Gerald Sullenberger, kaupmaður í Kosti, segir þessa fullyrðingu forsætisráðherra vera ranga.

„Nei nei, það búa 320 milljónir manns í Bandaríkjunum og ég veit ekki betur en að það sé verið að borða þetta kjöt á hverjum degi. Bandarísk stjórnvöld eru með stofnun sem heitir FDI sem að passar matvælaiðnaðinn í Bandaríkjunum, eru mjög ströng og ég get ekki trúað því að þau leyfi matvörur á markað í smásölu til neytenda nema að það sé öruggt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×