Innlent

Guðjón Þórðar og Gunnar Andersen vilja sveitarstjórastöðu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðjón Þórðarson og Gunnar Þ. Andersen.
Guðjón Þórðarson og Gunnar Þ. Andersen. Vísir/Anton/Pjetur
Meðal þeirra 63 sem sóttu um starf sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit eru knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson og Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Greinilegt er að mikil eftirspurn er eftir starfi sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit. Umsóknarfrestur í starfið rann út 7. júlí en tíu drógu umsóknir sínar til baka. Hafa valdir umsækjendur verið boðaðir í viðtöl sem hófust í gær.

Umsækjendur eru úr öllum áttum en fá ef sveitarfélög standa jafnvel fjárhagslega og Hvalfjarðarsveit. Tæplega 200 heimili eru í sveitinni og íbúar í kringum 620.

Sveitarfélagið varð til árið 2006 með sameiningu fjögurra hreppa. Það skuldar lítið og hefur skilað rekstrarafgangi undanfarin ár. Tekjur sveitarfélagsins koma að stórum hluta í gegnum fasteignagjöld fyrirtækja á Grundartangasvæðinu.

Umsækjendur voru eftirtaldir:

Aðalsteinn J. Halldórsson, Stjórnmálafræðingur

Bergur Hauksson, Lögfræðingur

Bjarni Kr. Grímsson, Verkefnastjóri

Björn S. Lárusson, Verkefnastjóri

Davíð Ólafsson, Fasteignasali og viðburðastjórnandi

Drífa Jóna Sigfúsdóttir, Viðskiptafræðingur

Egill Skúlason, Umhverfis- og orkufræðingur

Einar Kristján Jónsson, Verkefnastjóri

Eirný Vals, Ráðgjafi

Elías Pétursson, Verkefnastjóri

Eva Magnúsdóttir, Ráðgjafi

Garðar Lárusson, Ráðgjafi

Grétar Þór Jóhannsson, Lögfræðingur

Guðjón Þórðarson, Sérfræðingur

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Oddviti og bílstjóri

Guðrún Agða Aðalheiðardóttir, Ráðgjafi

Gunnar Alexander Ólafsson, Verkefnastjóri

Gunnar Freyr Róbertsson, Markaðsstjóri

Gunnar Þ. Andersen, Viðskiptafræðingur

Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir, Lögfræðingur

Gylfi Þór Þorsteinsson, Ráðgjafi

Hallgrímur Ólafsson, Viðskiptafræðingur

Hekla Gunnarsdóttir, Verkefnastýra

Hilmar Einarsson, Lögfræðingur og gullsmiður

Hjördís Sigurðardóttir, Landslagsarkitektúr

Hjördís Stefánsdóttir, Forstjóri

Hrönn Pétursdóttir, Ráðgjafi

Jens Pétur Jensen, Sveitarstjóri

Jóhanna Aradóttir, Stjórnsýslufræðingur

Jóhannes Finnur Halldórsson, Sérfræðingur

Jón Egill Unndórsson, Kennari

Jón Hartmann Elíasson, Stjórnsýslufræðingur

Jón Hrói Finnsson, Sveitarstjóri

Jón Pálmi Pálsson, Ráðgjafi

Jón Pálsson, Viðskiptafræðingur

Jónas Pétur Hreinsson, Markaðs- og auglýsingaráðgjafi

Jónína Kristjánsdóttir, Viðskiptafræðingur

Kolbrún Garðarsdóttir, Lögfræðingur

Kristinn Dagur Gissurarson, Viðskiptafræðingur

Kristján Bjarnar Ólafsson, Rekstrarráðgjafi

Lárus Páll Pálsson, Viðskiptafræðingur

Magnús Jónasson, Byggingafræðingur

Margrét Einarsdóttir, Sérfræðingur

María Lóa Friðjónsdóttir, Fjármálastjóri

Marta Birna Baldursdóttir, Stjórnsýslufræðingur

Ólafur Guðjón Haraldsson, Viðskiptafræðingur

Ólöf Guðmundsdóttir, Viðskiptafræðingur

Ómar Már Jónsson, Sveitarstjóri

Óskar Már Ásmundsson, Forstöðumaður

Páll Línberg Sigurðsson, Ferðamálafræðingur

Ragnar Þorgeirsson, Sparisjóðsstjóri

Rannveig Margrét Stefánsdóttir, Viðskiptalögfræðingur

Rósa Harðardóttir, Kennari

Sigrún Jónsdóttir, Stjórnmálafræðingur

Sigurður Óli Hauksson, Lögfræðingur

Sigurður Tómas Björgvinsson, Ráðgjafi

Skúli Þórðarson, Stjórnsýslufræðingur

Steingrímur Hólmsteinsson, Sérfræðingur

Sverrir Berg Steinarsson, Ráðgjafi

Sverrir Þ. Sverrisson, Sérfræðingur

Sævar Birgisson, Ráðgjafi

Theódór S. Halldórsson, Fjármálaráðgjafi

Þorsteinn Þorsteinsson, Rekstrarhagfræðingur


Tengdar fréttir

Taka ekki þátt í viðræðum um sameiningu

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur afþakkað boð um þátttöku í sameiningarviðræðum Akraness, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps. Ástæðan mun vera sú að of stutt sé síðan Sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit varð til með sameiningu fjögurra sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×