Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Haraldur Guðmundsson skrifar 2. maí 2014 07:00 Athafnasvæðið á Grundartanga. Vísir/Pjetur. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst yfir formlegum stuðningi við byggingu 77 milljarða króna sólarkísilverksmiðju bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials á Grundartanga. Sveitarfélaginu hefur borist erindi frá nefnd ríkisins um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þar sem kemur fram að bandaríska fyrirtækið hafi óskað eftir ívilnunum vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Ívilnanir fela í sér afslætti af ýmsum opinberum gjöldum og sköttum. „Við höfum nú tekið jákvætt í veitingu ívilnana til fyrirtækisins en við byrjuðum á því að undirbúa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar til að koma verksmiðjunni fyrir,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Laufey segir að nefndin muni nú fara með formlegt erindi bandaríska fyrirtækisins til ríkisstjórnarinnar þar sem ákvörðun verði tekin um hvort fjárfestingarsamningur verði gerður. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, segir að fulltrúar Silicor Materials séu væntanlegir hingað til lands í næstu viku. „Þeir hafa verið að ræða við orkufyrirtækin og bankana og fleiri og það verður væntanlega framhald á því. En þeir eru ekki endanlega búnir að taka ákvörðun um hvar verksmiðjan gæti risið. Þeir stefna að framkvæmdum í haust, og þá vonandi á Íslandi, og því ætti að fara að draga til tíðinda fljótlega,“ segir Gísli. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af sólarkísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Skipulagsstofnun ákvað nýverið að fyrirhuguð framleiðsla fyrirtækisins yrði ekki háð umhverfismati. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst yfir formlegum stuðningi við byggingu 77 milljarða króna sólarkísilverksmiðju bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials á Grundartanga. Sveitarfélaginu hefur borist erindi frá nefnd ríkisins um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þar sem kemur fram að bandaríska fyrirtækið hafi óskað eftir ívilnunum vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Ívilnanir fela í sér afslætti af ýmsum opinberum gjöldum og sköttum. „Við höfum nú tekið jákvætt í veitingu ívilnana til fyrirtækisins en við byrjuðum á því að undirbúa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar til að koma verksmiðjunni fyrir,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Laufey segir að nefndin muni nú fara með formlegt erindi bandaríska fyrirtækisins til ríkisstjórnarinnar þar sem ákvörðun verði tekin um hvort fjárfestingarsamningur verði gerður. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, segir að fulltrúar Silicor Materials séu væntanlegir hingað til lands í næstu viku. „Þeir hafa verið að ræða við orkufyrirtækin og bankana og fleiri og það verður væntanlega framhald á því. En þeir eru ekki endanlega búnir að taka ákvörðun um hvar verksmiðjan gæti risið. Þeir stefna að framkvæmdum í haust, og þá vonandi á Íslandi, og því ætti að fara að draga til tíðinda fljótlega,“ segir Gísli. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af sólarkísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Skipulagsstofnun ákvað nýverið að fyrirhuguð framleiðsla fyrirtækisins yrði ekki háð umhverfismati.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira