Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Haraldur Guðmundsson skrifar 2. maí 2014 07:00 Athafnasvæðið á Grundartanga. Vísir/Pjetur. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst yfir formlegum stuðningi við byggingu 77 milljarða króna sólarkísilverksmiðju bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials á Grundartanga. Sveitarfélaginu hefur borist erindi frá nefnd ríkisins um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þar sem kemur fram að bandaríska fyrirtækið hafi óskað eftir ívilnunum vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Ívilnanir fela í sér afslætti af ýmsum opinberum gjöldum og sköttum. „Við höfum nú tekið jákvætt í veitingu ívilnana til fyrirtækisins en við byrjuðum á því að undirbúa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar til að koma verksmiðjunni fyrir,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Laufey segir að nefndin muni nú fara með formlegt erindi bandaríska fyrirtækisins til ríkisstjórnarinnar þar sem ákvörðun verði tekin um hvort fjárfestingarsamningur verði gerður. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, segir að fulltrúar Silicor Materials séu væntanlegir hingað til lands í næstu viku. „Þeir hafa verið að ræða við orkufyrirtækin og bankana og fleiri og það verður væntanlega framhald á því. En þeir eru ekki endanlega búnir að taka ákvörðun um hvar verksmiðjan gæti risið. Þeir stefna að framkvæmdum í haust, og þá vonandi á Íslandi, og því ætti að fara að draga til tíðinda fljótlega,“ segir Gísli. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af sólarkísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Skipulagsstofnun ákvað nýverið að fyrirhuguð framleiðsla fyrirtækisins yrði ekki háð umhverfismati. Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst yfir formlegum stuðningi við byggingu 77 milljarða króna sólarkísilverksmiðju bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials á Grundartanga. Sveitarfélaginu hefur borist erindi frá nefnd ríkisins um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þar sem kemur fram að bandaríska fyrirtækið hafi óskað eftir ívilnunum vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Ívilnanir fela í sér afslætti af ýmsum opinberum gjöldum og sköttum. „Við höfum nú tekið jákvætt í veitingu ívilnana til fyrirtækisins en við byrjuðum á því að undirbúa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar til að koma verksmiðjunni fyrir,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Laufey segir að nefndin muni nú fara með formlegt erindi bandaríska fyrirtækisins til ríkisstjórnarinnar þar sem ákvörðun verði tekin um hvort fjárfestingarsamningur verði gerður. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, segir að fulltrúar Silicor Materials séu væntanlegir hingað til lands í næstu viku. „Þeir hafa verið að ræða við orkufyrirtækin og bankana og fleiri og það verður væntanlega framhald á því. En þeir eru ekki endanlega búnir að taka ákvörðun um hvar verksmiðjan gæti risið. Þeir stefna að framkvæmdum í haust, og þá vonandi á Íslandi, og því ætti að fara að draga til tíðinda fljótlega,“ segir Gísli. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af sólarkísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Skipulagsstofnun ákvað nýverið að fyrirhuguð framleiðsla fyrirtækisins yrði ekki háð umhverfismati.
Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira