Innlent

Taka ekki þátt í viðræðum um sameiningu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hvalstöðin í Hvalfirði. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur afþakkað boð um sameiningarviðræður.
Hvalstöðin í Hvalfirði. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur afþakkað boð um sameiningarviðræður. Mynd/Hari
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur afþakkað boð bæjarstjórnar Akraness um þátttöku í sameiningarviðræðum Akraness, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.

Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 24. september síðastliðinn var samþykkt tillaga um sameiningarviðræður við sveitarstjórnir Borgarfjarðarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti Hvalfjarðarsveitar lagði fram bókun á sveitarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag, þar sem segir að Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar afþakki boð bæjarstjórnar Akraness um viðræður sveitarfélaganna. Segir að ástæða þess sé að sveitarstjórn telji slíkar viðræður ekki tímabærar þar sem skammt sé síðan sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit varð til við sameiningu fjögurra sveitarfélaga. Bókunin var samþykkt fjórum atvæðum og þrír sátu hjá.

Hvalfjarðarsveit er enn eina sveitarfélagið sem hefur tekið afstöðu til erindisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×