Innlent

Íbúum í Hvalfjarðarsveit ráðlagt að sjóða neysluvatn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/PJETUR
Íbúum Hvalfjarðarsveitar og notendum vatns á svæði Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar er ráðlagt að sjóða allt vatn sem nota skal til neyslu eftir klukkan 19 í kvöld.

Vegna lítils vatns í vatnsbólum mun síað yfirborðsvatn verða leitt tímabundið inn á neysluvatnslögn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðasveitar og þar segir að unnið sé að lagfæringum.

Aðvörunin gildir þar til annað verður tilkynnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×