Erlent

Tímabundið hlé á árásum á Gaza

Randver Kári Randversson skrifar
Frá Gaza-ströndinni.
Frá Gaza-ströndinni. Vísir/AFP
Ísraelsmenn hafa lýst því yfir að hlé verði gert á árásum á Gaza á morgun og mun það standa yfir í fimm klukkustundir, frá klukkan 10 að morgni til klukkan 15. Frá þessu er greint á vef BBC.

Í yfirlýsingu frá Ísraelsher kemur fram að hléið sé gert til þess að gera íbúum Gaza-svæðisins kleift að birgja sig upp af nauðsynjum. Árásir Ísraelshers hafa staðið yfir frá 8. júlí og hafa 220 Palestínumenn fallið, auk þess sem 1800 eru særðir. Hamas samtökin hafa skotið um 1200 flugskeytum yfir til Ísrael en flestum þeirra hefur verið grandað af loftvarnakerfi Ísraelshers. Einn Ísraelsmaður hefur fallið.

Fyrr í dag höfnuðu Hamas vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×