Fótbolti

Lahm hættur með þýska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Philipp Lahm hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna, aðeins 30 ára gamall. Hans síðasta verk með þýska landsliðinu var að leiða það til sigurs á HM í Brasilíu um helgina.

Lahm var fyrirliði þýska landsliðsins sem vann sigur á Argentínu, 1-0, í úrslitaleiknum.

„Það er rétti tíminn fyrir mig að hætta,“ sagði Lahm. „Ég greindi Joachim Löw [landsliðsþjálfara] frá ákvörðun minni á mánudag. Ég velti þessu fyrir mér allt síðasta tímabil.“

„Ég ákvað að HM í Brasilíu yrði mín síðasta keppni. Ég fer nú frá liðinu þegar það er í fullkomnu jafnvægi en ég naut þess svo sannarlega að spila fyrir þýska landsliðið í tíu ár.“ Sigur á HM mun alltaf fylgja manni. Ég grét, öskraði og naut þess líka þögull.“

Lahm hefur unnið fjölmarga sigra á ótrúlegum ferli en hann mun spila áfram með Bayern München sem hann er samningsbundinn til 2018. Hann lék alls 113 landsleiki með Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×