Innlent

Engar vísbendingar um Íslendinga um borð

Atli Ísleifsson skrifar
Meirihluti farþega vélarinnar voru Hollendingar.
Meirihluti farþega vélarinnar voru Hollendingar. Vísir/AFP
Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að ekkert bendi til þess að Íslendingur hafi verið um um borð í vél Malaysia Airlines sem var skotin niður í austurhluta Úkraínu, nærri rússnesku landamærunum, um miðjan dag í gær.

Einar segir starfsmenn ráðuneytisins hafa verið að rannsaka málið frá því að fréttir bárust af atburðinum. „Við höfum engar upplýsingar um að Íslendingur hafi verið um borð í vélinni og á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess.“

Enn á eftir að staðfesta þjóðerni tuttugu farþeganna og segir Einar að það sé ekki fyrr en endanleg talning liggi fyrir sem hægt sé að fá þetta endanlega staðfest. „Það eru þó engar vísbendingar sem við höfum séð.“

Malaysia Airlines hefur þegar staðfest að 173 Hollendingar, 44 Malasíumenn, 27 Ástralir, tólf Indónesar, níu Bretar, fjórir Þjóðverjar, þrír Filippseyingar, einn Kanadamaður og einn Nýsjálendingur hafi verið um borð í vélinni.


Tengdar fréttir

Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak

Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“

Þjóðerni hluta farþeganna staðfest

Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður.

Biden segir vélina hafa verið skotna niður

oe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu hafa verið skotna niður. Bandarískir embættismenn sögðust fyrr í kvöld hafa undir höndum gögn sem staðfesta að vélin hafi verið skotin niður með flugskeyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×