Innlent

Fullir ferðamenn trömpuðu á bílþaki

Miðbær Reykjavíkur.
Miðbær Reykjavíkur. Vísir/Hari
Ráðist var á lögreglumenn í austurborginni í nótt þegar þeir voru að sinna kvörtunum vegna hávaða frá bílskúr í Austurborginni. Þar var fyrir íbúi sem tók tiltali lögreglumannanna óstinnt upp og réðst hann að þeim. Hann var yfirbugaður og vistaður í fangageymslu og mun hann hafa verið í mjög annarlegu ástandi.

Í nótt var einnig tilkynnt um tvo menn sem voru að hoppa á þaki bifreiðar í miðborginni. Lögregla náði í skottið á mönnunum og reyndist um erlenda ferðamenn að ræða. Þeir voru verulega ölvaðir og fengu þeir að gista fangageymslu grunaðir um eignspjöll.  Um klukkan hálffjögur í morgun varð síðan umferðaróhapp við Melatorg þegar bifreið var ekið á ljósastaur.

Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur  og var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.  Bifreiðin var mikið skemmd og flutt af vettvangi með dráttarbifreið. Að auki voru fimm ökumenn stöðvaðir við akstur í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×